Viðskiptaráð Íslands sendir Vigdísi Finnbogadóttur afmæliskveðju í dag og þakkar henni af alhug fyrir að ryðja braut kvenna að sjálfsögðum mannréttindum og löngu tímabærs rýmis kvenna á vinnumarkaði sem ómissandi hluta af verðmætasköpun lands og þjóðar.
Viðskiptaráði eftirstríðsáranna, líkt og öðrum stofnunum viðskiptalífsins þá, verður best lýst sem karlavígi. Eins og lýst er í 100 ára hátíðarriti ráðsins var ekki gert ráð fyrir öðrum en jakkafataklæddum herramönnum á Viðskiptaþingi árið 1983 en nafnspjöld þingsins voru einungis hönnuð til að festa við brjóstvasa á jakka. Það gerði það að verkum að sjálfur forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ásamt þeim fáu konum sem þar voru, tók þátt ómerkt í pallborðsumræðum þingsins. Þá er merkingarbært að yfirskrift sama þings hafi verið „Frá orðum til athafna“. Betur má ef duga skal og nú sem fyrr þurfa athafnir að fylgja fögrum fyrirheitum í jafnréttisbaráttunni.
Viðskiptaráð Íslands sendir Vigdísi Finnbogadóttur afmæliskveðju í dag og þakkar henni af alhug fyrir að ryðja braut kvenna að sjálfsögðum mannréttindum og löngu tímabærs rýmis kvenna á vinnumarkaði sem ómissandi hluta af verðmætasköpun lands og þjóðar.