Viðskiptaráð Íslands

Til hamingju, Vigdís Finnbogadóttir

Viðskiptaráð Íslands sendir Vigdísi Finnbogadóttur afmæliskveðju í dag og þakkar henni af alhug fyrir að ryðja braut kvenna að sjálfsögðum mannréttindum og löngu tímabærs rýmis kvenna á vinnumarkaði sem ómissandi hluta af verðmætasköpun lands og þjóðar.

Viðskiptaþingið 1983 bar yfirskriftina „Frá orðum til athafna“. Í pallborði sátu Vigdís Finnbogadóttir, forseti, Ragnar Halldórsson, formaður VÍ, Árni Árnason, framkvæmdastjóri VÍ og Hjalti Geir Kristjánsson, fyrrv. formaður VÍ.

Viðskiptaráði eftirstríðsáranna, líkt og öðrum stofnunum viðskiptalífsins þá, verður best lýst sem karlavígi. Eins og lýst er í 100 ára hátíðarriti ráðsins var ekki gert ráð fyrir öðrum en jakkafataklæddum herramönnum á Viðskiptaþingi árið 1983 en nafnspjöld þingsins voru einungis hönnuð til að festa við brjóstvasa á jakka. Það gerði það að verkum að sjálfur forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ásamt þeim fáu konum sem þar voru, tók þátt ómerkt í pallborðsumræðum þingsins. Þá er merkingarbært að yfirskrift sama þings hafi verið „Frá orðum til athafna“. Betur má ef duga skal og nú sem fyrr þurfa athafnir að fylgja fögrum fyrirheitum í jafnréttisbaráttunni.

Ralph Harris lávarður og frú Vigdís Finnbogadóttir á Viðskiptaþingi 1983

Viðskiptaráð Íslands sendir Vigdísi Finnbogadóttur afmæliskveðju í dag og þakkar henni af alhug fyrir að ryðja braut kvenna að sjálfsögðum mannréttindum og löngu tímabærs rýmis kvenna á vinnumarkaði sem ómissandi hluta af verðmætasköpun lands og þjóðar.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024