Viðskiptaþing 2020 fór fram undir yfirskriftinni Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors 13. febrúar sl.
Viðskiptaþing 2020 fór fram undir yfirskriftinni Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors 13. febrúar sl. Viðskiptaráð þakkar forsætisráðherra, framsögumönnum og viðmælendum í myndböndum sérstaklega fyrir innleggið. Ljósmyndir af þinginu má nálgast hér ásamt myndböndunum sem sýnd voru á þinginu.
Viðskiptaþing 2020 var kolefnisjafnað í samstarfi við Climate Neutral Now
#viðskiptaþing
Málefnamyndbönd voru sýnd á þinginu. Fyrra var um UFS (e. ESG) leiðbeiningar og mikilvægi skýrslugjafar en Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við Nasdaq, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, IcelandSIF og Staðlaráð Íslands - Íslenskir staðlar hefur gefið út UFS leiðbeiningar í íslenskri þýðingu. UFS stendur fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti en leiðbeiningarnar fjalla um það hvernig fyrirtæki geta með markmiðasetningu og upplýsingagjöf sýnt samfélagslega ábyrgð í verki.
Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við Nasdaq, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, IcelandSIF og Staðlaráð Íslands -...
Posted by Viðskiptaráð Íslands on Thursday, February 13, 2020
Seinna myndbandið fjallaði um grænar fjárfestingar og tækifærin á Íslandi.
Viðskiptaþing 2020 bar yfirskriftina Á grænu ljósi - fjárfestingar og framfarir án fótspors. Þingið fjallaði um það...
Posted by Viðskiptaráð Íslands on Thursday, February 13, 2020