Viðskiptaráð Íslands bauð fulltrúum stjórnmálaflokka til fundar og þáðu frambjóðendur níu flokka boðið.
Viðskiptaráð Íslands stóð í morgun fyrir kosningafundi með fulltrúum stjórnmálaflokka. Fulltrúum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í könnunum síðustu vikna var boðin þátttaka á fundinum og þáðu frambjóðendur níu flokka boðið, það voru þau:
Á fundinum, sem var einungis opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs, gafst fulltrúum íslensks viðskiptalífs færi á að eiga beint og milliliðalaust samtal við ofangreinda frambjóðendur.
Samhliða fundinum hefur Viðskiptaráð birt yfirlit yfir þau atriði sem ráðið og aðildarfélagar þess telja mikilvægt að lögð sé áhersla á, bæði nú í aðdraganda alþingiskosninga en ekki síður þegar kemur að störfum ríkisstjórnar á nýju kjörtímabili.
Yfirskrift áherslna Viðskiptaráðs er Verðmætasköpun er forsenda velferðar og leggur ráðið sérstaka áherslu á að stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar verði að leggjast saman á árarnar svo áfram megi standa undir framúrskarandi lífskjörum á Íslandi. Saman mynda fyrirtækin í landinu eina af meginstoðum velferðarsamfélagsins og því afar mikilvægt að stjórnvöld skapi þeim góðan jarðveg til áframhaldandi lífs og vaxtar.
Megináherslur Viðskiptaráðs eru sex auk 18 tillagna sem ráðið telur mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að á nýju kjörtímabili. Þessar megináherslur og tillögur eru:
Megináhersla 1: Langtímastefna í helstu málum
Megináhersla 2: Rekstur í skjóli frá ríkisumsvifum
Megináhersla 3: Greitt úr flækju fyrirtækja í stjórnsýslunni
Megináhersla 4: Traust hagstjórn
Megináhersla 5: Vöxtur með hugviti
Megináhersla 6: Líf með veiru
Hagsmunir viðskiptalífsins eru samofnir hagsmunum einstaklinga enda eru verðmætin sem standa undir rekstri samfélagsins sköpuð af einstaklingum, innan fyrirtækja. Verðmætasköpun er því algjör undirstaða velferðar.
Það er von Viðskiptaráðs að tillögur ráðsins verði að veruleika á komandi kjörtímabili enda skipta þær miklu til að bæta áfram lífskjör og velferð á Íslandi.