Forsætisráðuneytið gerði úttekt á áhrifum lagabreytinga síðasta kjörtímabils á regluverk atvinnulífsins. Þar kemur fram að regluverk var ekki einfaldað á kjörtímabilinu, EES-reglur voru innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á og ráðuneytin framfylgdu ekki því hlutverki sínu að meta áhrif íþyngjandi ákvæða á atvinnulífið. Í nýrri tilkynningu hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram.
Viðskiptaráð bendir á að byrði af regluverki leggst þyngst á smærri fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslega burði til að ráða fram úr flóknu regluverki. Beinn kostnaður ríkissjóðs af íþyngjandi regluverki er áætlaður um 22 ma. kr. á ári. Auk þess nemur óbeinn kostnaður regluverks allt að 143 ma. kr. á ári. Hægur framleiðnivöxtur á Íslandi undanfarin ár bendir til þess að viðfangsefnið sé enn brýnna en áður.
Þrír þættir standa upp úr: