Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Starfið samanstendur af útgáfu, viðburðum og umsögnum um lagafrumvörp.

22.09.2016 | Fréttir

Morgunverðarfundur um skattkerfið - Vel smurð vél eða víraflækja?

Þann 29. september stendur Viðskiptaráð og félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið í samstarfi. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.

03.06.2016 | Fréttir

Vel heppnað tengslakvöld

Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte.

20.04.2016 | Fréttir

Morgunverðarfundur um inngrip stjórnvalda á mörkuðum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00.

15.10.2015 | Fréttir

Peningamálafundur - Taktu daginn frá!

Skráning er hafin á árlegan peningamálafund Viðskiptaráðs. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun þar halda erindi um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Aðrir þátttakendur í dagskrá verða kynntir þegar nær dregur.

21.05.2015 | Fréttir

Samkeppnishæfni Íslands 2015

Viðskiptaráð Íslands og VÍB boða til morgunverðarfundar, fimmtudaginn 28. maí  þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar.

19.01.2015 | Fréttir

Dagskrá Viðskiptaþings 2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“

13.01.2015 | Fréttir

Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

11.12.2014 | Fréttir

Skráning hafin á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School. Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.

22.05.2014 | Kynningar

Samkeppnishæfni Íslands árið 2014

Niðurstöður Íslands í könnun IMD á samkeppnishæfni ríkja má sjá í meðfylgjandi kynningu. Ísland færist upp um fjögur sæti á listanum, úr 29. sæti upp í 25. sæti.

22.05.2014 | Fréttir

Samkeppnishæfni Íslands fer batnandi

Í morgun fór fram fundur í Hörpu þar sem úttekt IMD háskólans á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði var kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði m.a. Viðskiptaráði fyrir að taka af skarið með þarfa umfjöllun á ýmsum sviðum.