Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Starfið samanstendur af útgáfu, viðburðum og umsögnum um lagafrumvörp.

13.01.2015 | Fréttir

Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

11.12.2014 | Fréttir

Skráning hafin á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School. Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.

22.05.2014 | Kynningar

Samkeppnishæfni Íslands árið 2014

Niðurstöður Íslands í könnun IMD á samkeppnishæfni ríkja má sjá í meðfylgjandi kynningu. Ísland færist upp um fjögur sæti á listanum, úr 29. sæti upp í 25. sæti.

22.05.2014 | Fréttir

Samkeppnishæfni Íslands fer batnandi

Í morgun fór fram fundur í Hörpu þar sem úttekt IMD háskólans á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði var kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði m.a. Viðskiptaráði fyrir að taka af skarið með þarfa umfjöllun á ýmsum sviðum.

12.02.2014 | Skýrslur

Viðskiptaþing 2014: Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann

Í upplýsingarit Viðskiptaráðs um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, sem gefið var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, er fjallað um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.

22.11.2013 | Fréttir

Hugleiðingar fyrir smærri fjárfesta

Laugardaginn 16. nóvember síðastliðinn var Kauphallardagurinn haldinn í fyrsta sinn, en það voru Háskólinn í Reykjavík og NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) sem stóðu fyrir viðburðinum. Boðið var upp á fjölda ókeypis örnámskeiða og fræðslu um málefni tengd fjármálum og sparnaði fyrir alla aldurshópa og því gátu allir gestir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

21.11.2013 | Fréttir

Kerfisbreytingar og ábyrgð í ríkisfjármálum lykill að hagvexti

Á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs nú í morgun fór Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, yfir efnahagsþróun síðustu 5 ára og stöðuna í dag. Auk Más ávarpaði Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, fundinn og í pallborði tóku til máls þau Ásdís Kristjánsdóttir, Friðrik Már Baldursson, Gylfi Arnbjörnsson, Helga Valfells, Styrmir Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson, en Gísli Hauksson stýrði fundinum.

16.09.2013 | Fréttir

Íslenska fjármálakerfið – framtíðin er björt

Um 250 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað var um framtíð íslenska fjármálakerfisins og hver leiðarljós uppbyggingar ættu að vera. Aðalræðumaður fundarins var Hans Dalborg, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Nordea Bank, en hann fjallaði um reynslu Svía af enduruppbyggingu fjármálakerfisins þar í landi á níunda áratugnum og þann lærdóm sem Íslendingar gætu dregið af þeirri reynslu.

14.05.2013 | Fréttir

MorgunVorboð með ungum frumkvöðlum

Ungir frumkvöðlar á Íslandi í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Mílu bjóða til kynningarfundar fimmtudaginn næstkomandi á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum, MorgunVorboð með ungum frumkvöðlum, verður fjallað um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlamenntunar á öllum skólastigum.

08.05.2013 | Fréttir

Vélflakaður karfi fyrir sprotafyrirtæki

Stjórnendur HB Granda tóku í gær á móti gestum á tengslakvöldi í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Norðurgarði í Reykjavík. Kvöldið var liður í samstarfsverkefni Viðskiptaráðs og Klak-Innovit, Ný-sköpun-Ný-tengsl, sem hófst árið 2009. Þar hittu reynslumiklir stjórnendur áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri. Mikil ánægja var með kvöldverðinn, en m.a. var boðið upp á gómsætan karfa sem er veiddur og vélflakaður af HB Granda.