Ríkið er umsvifamesti fasteignaeigandi á Íslandi. Samtals á ríkissjóður 880 þúsund fermetra af húsnæði í um 1.000 fasteignum. Nýting þessara fasteigna er óhagkvæm, en ríkisstofnanir nota tvöfalt fleiri fermetra á hvern starfsmann en alþjóðleg viðmið segja til um.
Mikil tækifæri eru til að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna, en einn af hverjum fjórum fermetrum ætti að selja einkaaðilum. Áætlað söluverðmæti þessara eigna nemur 45 milljörðum króna. Þetta er niðurstaða nýrrar úttektar Viðskiptaráðs á umsvifum ríkisins á íslenskum fasteignamarkaði.
Ljósmyndir af fasteignum eru af vefsíðu Ríkiseigna