Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Eignarhaldið virðist hafa hjálpað fyrirtækinu í samkeppni við einkaaðila. Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. Með eignarhaldi á fyrirtækinu skapar borgin hagsmunaárekstur sem grefur undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni.