Viðskiptaráð Íslands

Skýrsla Viðskiptaþings 2022

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði

Samhliða Viðskiptaþingi sem nú er hafið á Hilton Reykjavík Nordica hefur Viðskiptaráð gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði.

Í skýrslunni er stiklað á stóru um þau vatnaskil sem eru að verða á vinnumarkaðnum um þessar mundir. Áhrifaþættir umbreytinganna eru skoðaðar í kjölinn og lagðar fram tillögur til úrbóta.

Tillögur Viðskiptaráðs

  • Liðkað verði fyrir komu erlends vinnuafls með einfaldara og hraðara umsóknarferli
  • Alþjóðlegt nám verði eflt á öllum skólastigum og erlendum nemum fjölgað
  • Mörkuð verði stefna um sjálfvirknivæðingu og viðbrögð til að sporna við brottfalli af vinnumarkaði
  • Kulnun í starfi verði betur skilgreind og aðgerðaáætlun sett fram til að fækka tilfellum og takast á við kulnun
  • Stuðlað verði að aukinni sí- og endurmenntun, með áherslu á fólk í störfum sem eru berskjölduð fyrir sjálfvirknivæðingu
  • Tengsl atvinnulífs og menntakerfis verði styrkt á öllum skólastigum
  • Stuðlað verði að auknum áhuga á STEAM-greinum með markvissum kynningum á námi og störfum fyrir grunn- og framhaldsskólanema
  • Fjármögnun háskóla taki mið af frammistöðu nemenda og árangri brautskráðra á vinnumarkaði
  • Skapaðir verði hvatar fyrir skóla til að leggja aukna áherslu á STEAM-greinar
  • Fyrirtæki setji sér formlega fjarvinnustefnu
  • Fyrirtæki vinni markvisst að uppbyggingu og nýtingu styrkleika hvers starfsmanns, til að mynda með starfsþróunarsamtölum
  • Hið opinbera nýti sér stafrænar lausnir til að sjálfvirknivæða störf þar sem kostur er og dragi úr fjölgun opinberra starfsmanna
  • Hið opinbera leiði ekki launahækkanir, heldur almenni vinnumarkaðurinn
  • Réttindi opinberra starfsmanna verði færð til samræmis við almenna vinnumarkaðinn
  • Launahækkanir fari ekki umfram svigrúm

Lesa skýrslu

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …