Skýrsla Viðskiptaþings 2022

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði

Samhliða Viðskiptaþingi sem nú er hafið á Hilton Reykjavík Nordica hefur Viðskiptaráð gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði.

Í skýrslunni er stiklað á stóru um þau vatnaskil sem eru að verða á vinnumarkaðnum um þessar mundir. Áhrifaþættir umbreytinganna eru skoðaðar í kjölinn og lagðar fram tillögur til úrbóta.

Tillögur Viðskiptaráðs

  • Liðkað verði fyrir komu erlends vinnuafls með einfaldara og hraðara umsóknarferli
  • Alþjóðlegt nám verði eflt á öllum skólastigum og erlendum nemum fjölgað
  • Mörkuð verði stefna um sjálfvirknivæðingu og viðbrögð til að sporna við brottfalli af vinnumarkaði
  • Kulnun í starfi verði betur skilgreind og aðgerðaáætlun sett fram til að fækka tilfellum og takast á við kulnun
  • Stuðlað verði að aukinni sí- og endurmenntun, með áherslu á fólk í störfum sem eru berskjölduð fyrir sjálfvirknivæðingu
  • Tengsl atvinnulífs og menntakerfis verði styrkt á öllum skólastigum
  • Stuðlað verði að auknum áhuga á STEAM-greinum með markvissum kynningum á námi og störfum fyrir grunn- og framhaldsskólanema
  • Fjármögnun háskóla taki mið af frammistöðu nemenda og árangri brautskráðra á vinnumarkaði
  • Skapaðir verði hvatar fyrir skóla til að leggja aukna áherslu á STEAM-greinar
  • Fyrirtæki setji sér formlega fjarvinnustefnu
  • Fyrirtæki vinni markvisst að uppbyggingu og nýtingu styrkleika hvers starfsmanns, til að mynda með starfsþróunarsamtölum
  • Hið opinbera nýti sér stafrænar lausnir til að sjálfvirknivæða störf þar sem kostur er og dragi úr fjölgun opinberra starfsmanna
  • Hið opinbera leiði ekki launahækkanir, heldur almenni vinnumarkaðurinn
  • Réttindi opinberra starfsmanna verði færð til samræmis við almenna vinnumarkaðinn
  • Launahækkanir fari ekki umfram svigrúm

Lesa skýrslu

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Morgunspjall með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
26. apr 2023