Endurgreiðsla VSK óæskileg leið til að styðja við íþróttastarf

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið kveður á um að endurgreiða skuli íþrótta- og ungmennafélögum virðisaukaskatt sem greiddur hefur verið vegna byggingar íþróttamannvirkja, bæði af vinnu og efniskaupum.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð er almennt mótfallið undanþágum frá greiðslu virðisaukaskatts. Íslenska virðisaukaskattkerfið er óskilvirkt og innheimtuhlutfall hérlendis er vel undir meðaltali OECD ríkja. Það orsakast af miklu umfangi undanþága og því að margir veigamiklir vöru- og þjónustuflokkar falla undir lægra skattþrep, sem veldur því að hið almenna þrep skattsins hækkar.
  • Undanþágum á borð við endurgreiðslu virðisaukaskatts fylgir umsýsla sem leiðir til aukins kostnaðar við framfylgni laganna.
  • Standi vilji til þess að styrkja íþrótta- og æskulýðsfélög ætti fremur að gera það með öðrum hætti en í gegnum skattkerfið, til að mynda með beinum fjárframlögum. Þannig mætti betur tryggja upplýsta umræðu um ríkisfjármál og skilvirkni skattkerfisins.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Ósamkeppnishæft skattkerfi á krítískum tímapunkti

Hugveitan Tax Foundation hefur birt árlega útgáfu um vísitölu samkeppnishæfni ...
9. nóv 2020

Hádegisverðarfundur: Keppnisandi á krísutímum

Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kílar í handknattleik og einn ...
7. jan 2011