Viðskiptaráð Íslands

Endurgreiðsla VSK óæskileg leið til að styðja við íþróttastarf

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið kveður á um að endurgreiða skuli íþrótta- og ungmennafélögum virðisaukaskatt sem greiddur hefur verið vegna byggingar íþróttamannvirkja, bæði af vinnu og efniskaupum.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð er almennt mótfallið undanþágum frá greiðslu virðisaukaskatts. Íslenska virðisaukaskattkerfið er óskilvirkt og innheimtuhlutfall hérlendis er vel undir meðaltali OECD ríkja. Það orsakast af miklu umfangi undanþága og því að margir veigamiklir vöru- og þjónustuflokkar falla undir lægra skattþrep, sem veldur því að hið almenna þrep skattsins hækkar.
  • Undanþágum á borð við endurgreiðslu virðisaukaskatts fylgir umsýsla sem leiðir til aukins kostnaðar við framfylgni laganna.
  • Standi vilji til þess að styrkja íþrótta- og æskulýðsfélög ætti fremur að gera það með öðrum hætti en í gegnum skattkerfið, til að mynda með beinum fjárframlögum. Þannig mætti betur tryggja upplýsta umræðu um ríkisfjármál og skilvirkni skattkerfisins.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Ný sjálfbærnitilskipun hefur áhrif á flestöll fyrirtæki

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á …
10. september 2024

Þríþættar framfarir en alvarlegur annmarki

Ný frumvarpsdrög mennta- og barnamálaráðuneytisins um námsmat fela í sér …
3. september 2024

Sex tillögur til að auka skilvirkni leyfisveitinga

Viðskiptaráð Íslands fagnar áframhaldinu vinnu stjórnvalda við að auka …
14. ágúst 2024