Viðskiptaráð Íslands

Íslenskun ársreikninga íþyngjandi skref fyrir alþjóðleg fyrirtæki

Í sameiginlegri umsögn Viðskiptaráðs Íslans, CCP, Eyrir Invest, Icelandair Group, Marel, Meniga, Nasdaq á Íslandi og Össurs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga er talið framfaraskref að félögum sé heimilað að semja ársreikning eða samstæðureikning á ensku en ekki er nógu langt gengið með frumvarpinu.

Helstu atriðin sem komið er á framfæri í umsögninni eru eftirfarandi:

• Félög sem semja ársreikning á ensku eiga ekki að þurfa að skila þýðingu til ársreikningaskrár
• Hluthafar geti krafist þess á aðalfundi að gerð sé grein fyrir ársreikningi á íslensku
• Að öðrum kosti ætti að nægja að skila útdrætti úr ársreikningi á íslensku

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024