Viðskiptaráð sendi nýlega inn umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu. Viðskiptaráð fagnar því að til standi að stíga lokaskrefið í afnámi einkaréttar hins opinbera á sviði póstþjónustu og tekur undir meginefni frumvarpsins. Ráðið leggur til að frumvarpið nái fram að ganga, enda löngu tímabært skref.