Viðskiptaráð Íslands

Þjóðarsjóður - eru betri leiðir færar?

Lesa umsögn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um Þjóðarsjóð. Viðskiptaráð hefur á fyrri stigum ritað umsagnir um málefnið og lagt þar áherslu á að hugmyndin með sjóðnum sé um margt góð en haft miklar efasemdir um útfærsluna og talið að spurningum væri ósvarað. Þær efasemdir standa enn og í nýju frumvarpi og greinargerð þess fást ekki nægilega góð svör. Það helsta sem fram kemur í umsögninni er eftirfarandi:

  • Fórnarkostnaður sjóðsins er skýr: Lægri skattar og/eða meiri ríkisútgjöld
  • Fá eða engin dæmi eru um þjóðarsjóði í þeim tilgangi að mæta ófyrirséðum áföllum en traust hagstjórn og gott ytra jafnvægi þjóðarbúsins virðist nægja til að ríkið geti brugðist við þeim
  • Færa má rök fyrir því að hentugra sé að sjóðurinn sé hluti af efnahagsreikningi Seðlabanka Íslands.
  • Viðskiptaráð hefur sett fram hugmynd að Þjóðarsjóði sem væri hagkvæmari og myndi skila beittari ávinningi sem hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans.
  • Miða ætti við nýjasta uppgjör sjóðsins þegar kemur að ráðstöfun úr sjóðnum
  • Það skýtur skökku við að meira en ár getur liðið frá ófyrirséðu áfalli til ráðstöfunar úr sjóðnum

Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga en í staðinn verði grundvöllur þeirrar hugmyndar sem hér er lögð fram kannaður.

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024