Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð mótfallið álagningu netöryggisgjalds

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um almannavarnir. Með frumvarpsdrögunum er kveðið á um að lagt verði netöryggisgjald á ákveðnar tegundir fyrirtækja. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við drögin.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Óeðlilegt er að skattleggja ákveðinn hóp fyrirtækja sérstaklega til fjármagna eitt af grundvallarhlutverkum hins opinbera. 
  • Svokallað netöryggisgjald er því í reynd nýr skattur en ekki gjald fyrir veitta þjónustu.
  • Starfsemi netöryggissveitar ætti að fjármagna með almennri skattheimtu líkt og aðrar almannavarnir og löggæslu.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025