Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð mótfallið álagningu netöryggisgjalds

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um almannavarnir. Með frumvarpsdrögunum er kveðið á um að lagt verði netöryggisgjald á ákveðnar tegundir fyrirtækja. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við drögin.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Óeðlilegt er að skattleggja ákveðinn hóp fyrirtækja sérstaklega til fjármagna eitt af grundvallarhlutverkum hins opinbera. 
  • Svokallað netöryggisgjald er því í reynd nýr skattur en ekki gjald fyrir veitta þjónustu.
  • Starfsemi netöryggissveitar ætti að fjármagna með almennri skattheimtu líkt og aðrar almannavarnir og löggæslu.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024