Viðskiptaráð Íslands

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Staðsetning: Verzlunarskólinn, Blái salur kl. 14:00-16:00

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til stúdentsprófs. Fjallað verður um ávinning af styttingu náms til stúdentsprófs, áhrif styttingar á skipulag skóla, hvernig grunnskólinn breytist, hvort háskólarnir séu hlynntir breytingu, hvort sérhæfing skóla og ný námskrá sé skerðing eða skref fram á við.

Dagskrá:

Setning: Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands

Ávarp: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis

Stutt framsöguerindi:

Oddný Harðardóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Ávinningur af styttingu náms til stúdentsprófs.

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri: Áhrif styttingar náms á skipulag skólans.

Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands: Hvernig breytist grunnskólinn?

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík: Sérhæfing skóla og ný námskrá – skerðing eða skref fram á við?

Friðrik H. Jónsson, dósent, Háskóla Íslands: Hvað vilja háskólarnir?

Þórunn Bogadóttir og Haukur Harðarson nemendur í Verzlunarskóla Íslands: Hvað vilja nemendur?

Almennar umræður með þátttöku gesta í sal. Framsögumenn auk Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur ráðgjafa menntamálaráðherra taka þátt í umræðunum.

Samantekt í lokin: Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólans við Sund.

Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2026

Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
10. febrúar 2026

Skattadagurinn 2026

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
15. janúar 2026