Viðskiptaráð hefur opnað fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Styrkirnir eru veittir til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.
Styrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs verða fjórir talsins og hver að upphæð 500.000 kr. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2015.