Staðsetning: Víkingasalur, Hótel Loftleiðum kl. 12:00-14:00
Sænsk íslenska viðskiptaráðið stendur að hádegisverðafundi föstudaginn 19. október kl. 12.00- 14:00 í Víkingasal, Hótel Loftleiðum.
Á fundinum mun Karin Forseke fyrrverandi forstjóri Carnegie og aðal ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar fjalla um sænsku einkavæðinguna, framtíð norrænna fjármálafyrirtækja og fleira.
Þátttökugjald er kr. 3.500 - hádegisverður innifalinn.