Fimmtudaginn 10. mars kl. 8.30-9.30 fer fram opinn morgunfundur VÍB um það hvernig stjórnvöld geta brugðist við miklum hækkunum á húsnæðisverði. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, flytur framsögu um húsnæðismarkaðinn og mögulegar aðgerðir til að lækka fasteignaverð. Í kjölfar framsögu Björns verða umræður í pallborði.
Frítt er á fundinn og boðið verður upp á léttar veitingar en takmörkuð sæti eru í boði og skráning því nauðsynleg.
Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum VÍB og Íslandsbanka á Kirkjusandi.