Viðskiptaþing 2018 - S T R A U M H V Ö R F

Uppselt er á Viðskiptaþing 2018. Biðlisti er kominn í gagnið á vi@vi.is.

Samkeppni og hefðbundnir viðskiptahættir eru að breytast á leifturhraða á tímum sögulegra framfara í tækni. Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, mun fjalla um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga. Einnig fáum við að hlýða á danska tæknigúrúinn Tommy Ahlers sem situr í tæknirofsráði Danmerkur (d. Disuptionrådet). Tommy mun fræða okkur um það hvernig danska ríkið hefur hugað að samkeppnishæfni landsins með stefnumótandi aðgerðum og sér tækniráði þeim tengdum. Umræður með ráðherrum fylgja í kjölfarið undir forystu Bergs Ebba Benediktssonar, framtíðarfræðings.

Hér má sjá dagskrá þingsins

  • 14. febrúar 2018 á Nordica
  • 13:00 - 17:00
Verð
Aðildarfélagar (ef 3 eða fleiri gestir) 15.900 kr.
Aðildarfélagar (ef 1-2 gestir) 17.900 kr.
Almennt gjald 25.900 kr.

Skoða félagatal Viðskiptaráðs

Viðfangsefni: Viðskiptaþing, Viðburðir

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
21. ágú 2023

Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á ...
9. okt 2023