Útborgunardagurinn er í dag

Útborgunardagurinn 2024 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
27. jún 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í ...
24. jún 2024

Verðmæti fólgin í menntun og hæfni

Að mati Viðskiptaráðs er það hagur innflytjenda og samfélagsins að hæfni og færni nýtist sem best. Mat á menntun leikur þar lykilhlutverk en innflytjendur eru líklegri til að sinna störfum þar sem menntun þeirra og starfsreynsla nýtist ekki þrátt fyrir að menntunarstig þeirra sé sambærilegt við ...
21. jún 2024

Brýnt að auka orkuframleiðslu

Að mati Viðskiptaráðs skýtur það skökku við að færa virkjunarkosti í verndarflokk þegar endurskoðun laga um rammaáætlun stendur yfir.
21. jún 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni.
21. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 árið 2024 samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Í fyrra sat Ísland í 16. sæti.
20. jún 2024

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun ...
19. jún 2024

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.
18. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
14. jún 2024

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur 

„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um skammgóðan vermi að ræða. Stuðningurinn hefur verðbólguhvetjandi áhrif með þenslu og hallarekstri, hefur neikvæð áhrif á hegðun og gagnast ekki þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“
13. jún 2024

Hætt við að íslenskir neytendur beri kostnaðinn á endanum

Viðskiptaráð telur brýnt að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra miðla. Ráðið lýsir hins vegar yfir efasemdum um að menningarframlag sé best til þess fallið.
7. jún 2024

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ætlað tryggja góða neytendavernd, tryggja bætt samræmi við EES-rétt, auka skýrleika og létta reglubyrði. Viðskiptaráð skilaði umsögn ásamt fleiri samtökum í Húsi atvinnulífsins þar sem útfærslur í frumvarpinu eru gagnrýndar ...
5. jún 2024

Endurskoða þarf lögverndun starfa

Fjöldi lögverndaðra starfsgreina og starfa á Íslandi er umtalsvert hærri en í öðrum löndum innan Evrópu og OECD. Viðskiptaráð telur þörf á að endurskoða lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og meta þarf hvort þau standist kröfur um málefnalegar takmarkanir ...
31. maí 2024

Umsögn um frumvarp til laga um listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða)

Viðskiptaráð Íslands leggur til að frumvarpið verði endurskoðað. Nái frumvarpið fram að ganga munu útgjöld ríkissjóðs til launasjóða listamanna aukast um 70% í skrefum til ársins 2028, úr 977 milljónum í 1.677 milljónir á ári. Í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir nú, þ.e. hárrar verðbólgu og ...

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

Viðskiptaráð Íslands telur markmið frumvarpsins og útfærslu þess til mikilla bóta og væntir þess að það einfaldi skattframkvæmd og styðji við aukna erlenda fjárfestingu hér á landi, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð Íslands leggur áherslu á að fórnarkostnaðurinn við að veita fjármunum í Þjóðarsjóð sé hár. Hann kemur annars vegar fram í formi hærri skatta og/eða minni ríkisútgjalda. Jafnframt þarf að hafa í huga að ráðstöfun sem þessi, sem mun fela í sér þörf á minni útgjöldum eða hærri sköttum, ...

Aukið framboð af íþyngjandi kvöðum 

„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli aðila, en þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu fela einkum í sér takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, aukið flækjustig og íþyngjandi aðkomu stjórnvalda að einkaréttarlegum samningum milli aðila. ...
22. maí 2024

Umsögn um skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála

Viðskiptaráð fagnar vinnu verkefnisteymisins og markmiðum um að einfalda og stytta afgreiðslutíma en um leið tryggja gæði og gagnsæi við leyfisveitingar.

Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu í neytendamálum til 2030

Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við að þrátt fyrir að eðli máls samkvæmt kalli margar aðgerðanna á fjármagn er hvergi að finna kostnaðarmat né umfjöllun um fjármögnun þeirra. Þá telur ráðið tillöguna gefa tilefni til að hvetja stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda felst ...

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði heimilum og fyrirtækjum búsifjum.“
8. maí 2024