Viðskiptaráð Íslands

Í hvaða sveitarfélagi er best að búa?

Í kjölfar mikilla fasteignaverðshækkana undanfarið hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nánast allt land. Á sama tíma hafa álagningarprósentur fasteignagjalda að mestu leyti staðið í stað. Fasteignagjöld heimila og fyrirtækja hafa þess vegna hækkað mikið undanfarin þrjú ár. Sem dæmi má nefna að hækkunin á þriggja ára tímabili nemur 42% í Reykjavík og 37% í Kópavogi.

Sökum þessa hefur Viðskiptaráð uppfært reiknivélina „Hvar er best að búa“ sem fyrst var kynnt til leiks árið 2015. Reiknivélin tekur nú tillit til nýjustu talna um álagningarprósentur og skólagjöld sérhvers sveitarfélags á landinu. Fasteignagjöld miðast við nýjasta fasteignamatið, sem tekur gildi áramótin 2017/2018.

Nálgast má reiknivélina og umfjöllun um þróun fasteignaverðs hér.


Tengt efni

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns: Erindi á Skattadegi 2025

Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í …
16. janúar 2025

Hafsjór af gulli: Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024

Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í …
14. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024