Viðskiptaráð Íslands

Verðmætasköpun send 8 ár aftur í tímann

Í sviðsmyndagreiningu Viðskiptaráðs og SA verður samdráttur landsframleiðslu í ár á bilinu 8-18% en 13% samkvæmt grunnsviðsmynd

Viðskiptaráð Íslands hefur í samstarfi við Samtök atvinnulífsins unnið sviðsmyndagreiningu um þróun efnahagsmála árið 2020. Samkvæmt greiningunni verður samdráttur landsframleiðslu á bilinu 8-18% eða 13% samkvæmt grunnsviðsmynd, en í henni koma nær engir erlendir ferðamenn til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta þýðir að landsframleiðsla á mann mun fara aftur á sama stig og árið 2012 í grunnsviðsmynd en 2004 samkvæmt dekkstu sviðsmynd. Þá verður atvinnuleysi 10% í grunnsviðsmynd og hallinn á ríkissjóði um 330 milljarðar króna.

Þó að forsendur séu fyrir snöggum viðsnúningi er stærð áfallsins slík að það mun líklega taka einhver ár að vinna upp framleiðslutapið. Það kallar á samstillt átak allrar hagstjórnarinnar. Mikilvægt er að undirstrika að óvissan er einstaklega mikil um þessar mundir og dekkstu sviðsmyndir raunhæfar. Því verður hagstjórnin að hafai vaðið langt fyrir neðan sig og geri ráð fyrir hinu versta. Það er skynsamlegt út frá varúðarsjónarmiði því ef gengið er út frá of bjartsýnum sviðsmyndum kann skaðinn að verða meiri en ella. Ríkisvaldið þarf að vanda vel til verka og huga sérstaklega vel að forgangsröðun nú þegar minna er til skiptana en áður. Þá er mikið svigrúm til staðar hjá Seðlabankanum sem hefur beitt takmörkuðum markaðsaðgerðum á borð við magnbundna íhlutun (QE) og er með meginvexti í 1,75% á meðan seðlabankar í okkar helstu viðskiptalöndum hafa beitt víðtækari aðgerðum og eru með vexti í kringum 0%.

Lesa sviðsmyndagreiningu

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022