Viðskiptaráð Íslands

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en horfur til næstu ára eru bjartari. Íbúum landsins fjölgar hratt, að mestu leyti vegna innflytjenda. Útflutningsgreinum hefur vaxið ásmegin og Ísland hefur styrkt alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Þetta kemur fram í The Icelandic Economy, nýútgefinni skýrslu um þróun efnahagsmála á Íslandi.

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna The Icelandic Economy. Skýrslan er gefin út bæði á ensku og í íslenskri þýðingu, en í henni er farið yfir íslenska hagkerfið og stöðu efnahagsmála hérlendis á aðgengilegan hátt. Meðal annars er þar fjallað um þróun helstu skammtímahagvísa, stöðu og horfur í efnahagslífinu, utanríkisviðskipti, verðbólgu og gengi gjaldmiðla, auk annarra atriða sem varða efnahagsmál.

Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr hverjum kafla skýrslunnar. Skýrslan í heild telur 33 blaðsíður á PDF-formi og er ókeypis fyrir alla aðildarfélaga í Viðskiptaráði. Til að sækja hana smellir þú á innskráningu í boxinu hér að neðan og slærð inn vinnunetfangið þitt. Ef netfangið tilheyrir félagatali ráðsins færðu hlekk sem skráir þig inn og veitir þér aðgang.

Læst efni

Þetta efni er einungis aðgengilegt aðildarfélögum Viðskiptaráðs.

Skráðu þig inn eða sæktu um aðild til að fá aðgang.

1. Samdráttur í fyrra, en vöxtur framundan

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftuga uppsveiflu í kjölfar heimsfaraldurs. Hagvöxtur árið 2022 mældist 8,7%, sá mesti frá árinu 2007, og nam 5% árið 2023. Árið 2024 dróst hagkerfið saman um 0,7%, en núverandi spár gera ráð fyrir hóflegum hagvexti á þessu ári.

Íbúum Íslands fjölgar áfram jafnt og þétt og er sú fjölgun að mestu leyti vegna innflytjenda, sem þátttaka Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur liðkað fyrir. Gert er ráð fyrir að íbúar landsins verði orðnir 400 þúsund fyrir lok árs 2027. Innflytjendur eru nú um 14% vinnumarkaðarins ef litið er til þeirra sem eru á vinnufærum aldri.

2. Útflutningur vex áfram

Útflutningur hefur aukist í öllum helstu atvinnugreinum og er nú meiri en hann var fyrir heimsfaraldurinn. Útflutningur nam 1.900 mö. kr. árið 2024, þar sem ferðaþjónusta er meginstoð útflutningstekna. Tvær aðrar megingreinar útflutnings, sjávarútvegur og álframleiðsla, standa einnig vel, þó gert sé ráð fyrir samdrætti í útflutningi sjávarútvegi á þessu ári.

Ísland býr yfir einstöku samkeppnisforskoti í grænni orku. Þar sem landið liggur á mörkum tveggja jarðskorpufleka nýtur Ísland gnægðar jarðhita, sem er aðallega nýttur til húshitunar. Ísland hefur einnig beislað vatnsaflið til raforkuframleiðslu. Öll raforka á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, en jarðefnaeldsneyti er notað í samgöngur. Græn orka Íslands gerir landið að æskilegum kosti fyrir orkufrekan iðnað, t.d. álframleiðslu og gagnaver.

3. Samkeppnishæfni er góð

Ísland stendur ofarlega á ýmsum alþjóðlegum listum sem mæla samkeppnishæfni. Velgengni landsins er rakin til þátta á borð við traustra stofnana, hæfs vinnuafls, mikils efnahagsfrelsis, rótgróins og öflugs lýðræðis, ríkrar áherslu á jafnrétti og frið, sem og lítillar spillingar.

Ísland er í 15. sæti af 69 löndum á samkeppnishæfnilista IMD og er það tveimur sætum ofar en í fyrra. Öflug samkeppni er lykilforsenda hagvaxtar og bættra lífskjara. Þótt Ísland sitji enn neðar en önnur Norðurlönd hefur landið hægt og bítandi brúað bilið og hækkað um 15 sæti á fimmtán árum.

Læst efni

Þetta efni er einungis aðgengilegt aðildarfélögum Viðskiptaráðs.

Skráðu þig inn eða sæktu um aðild til að fá aðgang.

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …