Oft fer lítið fyrir umræðu um sveitarfélög í samhengi efnahagsmála. Engu að síður er vægi þeirra mikið og í fyrra voru tekjur sveitarfélaga um 13% af vergri landsframleiðslu sem er hærra hlutfall en samanlagt framlag sjávarútvegs, stóriðju og veitna til landsframleiðslunnar. Tekjurnar samsvara 28 milljörðum króna á mánuði eða um einni milljón á hvern íbúa eldri en 16 ára á ári. Þrátt fyrir þessar miklu tekjur og hraðan vöxt þeirra fer lítið fyrir umræðu um þær. Lækkun skatta og gjalda á íbúa er lítið uppi á pallborðinu þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri. Þá eru fasteignaskattar háir í norrænum samanburði og fyrirkomulag þeirra óhagkvæmt. Þess fyrir utan eiga allir helstu tekjustofnar sveitarfélaga það sameiginlegt að umgjörð eða innheimta þeirra er ógagnsæ sem dregur úr aðhaldi. Útgjöld hafa fylgt auknum tekjum, en fjárfesting ekki, sem er þó nokkuð áhyggjuefni ef horft er til framtíðar.
Smelltu hér til að lesa skoðunina