Um áramótin tóku gildi 27 skattabreytingar. Þar af voru skattahækkanir 18 talsins og skattalækkanir 9 talsins. Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 240 skattabreytingar. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
Helstu breytingar um áramótin
Heilt yfir er það mat Viðskiptaráðs að skattkerfið hafi tekið framförum um áramótin. Vegur þar einna þyngst afnám tolla í heild sinni, að undanskildum landbúnaðarvörum, en tollar voru áður lagðir á fjölmarga ólíka vöruflokka. Þá hefur samkeppnishæfni alþjóðlegra fyrirtæka verið aukin með hækkun þaks vegna R&Þ-endurgreiðslna og frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga.
Helstu lækkanir sem tóku gildi um áramótin voru eftirfarandi:
Helstu hækkanir um áramótin voru eftirfarandi:
240 skattabreytingar frá árinu 2007
Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 240 skattabreytingar. Breytingarnar skiptast í 61 skattalækkun og 179 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum. Nokkur dæmi um breytingar frá árinu 2007
Síðastliðin ár hafa stjórnvöld hugað í auknum mæli að skattalækkunum og undið þannig að hluta til ofan af óhagfelldri þróun skattkerfisins á árunum í kjölfar hrunsins. Viðskiptaráð hvetur ný stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut og skapa þannig sterkar forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum á komandi árum.