Viðskiptaráð hefur gefið út einfalt og notendavænt líkan þar sem hver sem er getur á einfaldan hátt búið til sín eigin fjárlög. Halli ríkissjóðs verður 320 milljarðar króna skv. nýjustu breytingum. Hver verður halli ríkissjóðs undir þinni stjórn?
Grunnsviðsmyndin er fjárlagafrumvarp ársins 2021 með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar sem juku útgjöld um 56 milljarða króna. Til að stilla upp þínum fjárlögum hnikar þú til helstu útgjalda- og tekjuliðum eftir því hversu mikið frávikið skal vera frá grunnsviðsmyndinni.
Hvað kostar að auka framlög til heilbrigðismála um 5%?
Hvernig munu skuldir þróast?
Hvaða áhrif hefur halli ríkissjóðs á vaxtagjöld?
Er afkoma ríkissjóðs Íslands í takt við samanburðarríki?
Líkanið í GRID má nálgast hér og gæti það hjálpað að svara þessum spurningum