Viðskiptaráð Íslands hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur um þær forsendur sem yfirstandandi kjaraviðræður eiga að byggja á. Í ljósi þess hve hart er tekist á um staðreyndir virðist nokkuð ljóst að skortur er á aðgengilegu efni sem sýnir með skýrum hætti hver staðan í íslensku efnahagslífi raunverulega er, hvað sé til skiptanna og hvernig auka megi velferð allra landsmanna með sjálfbærum hætti til lengri tíma. Eftirfarandi tíu atriði, sett fram í einum pakka, er tilraun okkar til að varpa ljósi á stöðu og þróun íslensks atvinnulífs á einfaldan hátt:
Við erum öll á sama báti
Forsvarsmenn fyrirtækja vilja hag starfsfólks síns sem bestan. Til að tryggja að svo megi verða þarf samfélagið að skapa mælanleg og ómælanleg verðmæti og a.m.k. það fyrrnefnda verður ekki gert án öflugs atvinnulífs. Stöðugt og traust rekstrarumhverfi eflir atvinnulífið og skapar því betri aðstæður til að vaxa og dafna. Til þess þarf umgjörðin að vera traust og þar fellur vinnumarkaðurinn undir ásamt öðru.
Það er ósk allra að kaupmáttur landsmanna sé sem mestur og að hér séu greidd há laun. Ekkert verður þó til úr engu og launin þurfa að endurspegla íslenskan veruleika. Ef þau gera það ekki tapar meginþorri landsmanna, ekki síst þeir tekjulægstu sem rannsóknir benda til að verði verst úti í verðbólguskoti. Höfum ofangreint í huga – við erum öll á sama báti.
Þrjár myndir úr pakkanum: