Skýrslur

Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.

15.07.2015 | Skýrslur

The Icelandic Economy

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Í henni er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi og langtímahorfur í hagkerfinu.

18.07.2014 | Skýrslur

Íslenskt efnahagslíf: Staða, þróun og horfur

Ný skýrsla um íslenskt efnahagslíf hefur nú verið gefin út. Þar er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptalífi og efnahagslífi síðustu missera og langtímahorfur.

07.04.2014 | Skýrslur

Niðurstöður úttektar á aðildarviðræðum Íslands við ESB

Ný úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið var birt í dag. Kynning á úttektinni fór fram á Grand Hótel Reykjavík í morgun, þar sem höfundar úttektarinnar kynntu niðurstöður helstu kafla hennar og sátu fyrir svörum að því loknu.

15.04.2011 | Skýrslur

Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Frá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum margskonar breytingar. Vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila hafa þeir sjaldnast heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála. 

20.08.2010 | Skýrslur

Uppfærð skýrsla á ensku um stöðu mála

Í dag kom út uppfærð útgáfa af skýrslu Viðskiptaráðs um stöðu efnahagsmála á Íslandi, The Icelandic Economic Situation - Status report. Skýrslan, sem er á ensku, kom fyrst út í október 2008 og hefur verið uppfærð reglulega síðan. Hún er hugsuð til upplýsingamiðlunar og jafnframt til að kynna stöðu mála hér á landi fyrir erlendum samstarfs- og hagsmunaaðilum.

12.03.2009 | Skýrslur

Skýrsla til Viðskiptaþings: Endurreisn hagkerfisins – Horft til framtíðar

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út nýja skýrslu í tengslum við Viðskiptaþing 2009, sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Skýrslan tengist umfjöllunarefni þingsins, en hún ber heitið „Endurreisn hagkerfisins – Horft til framtíðar“. Í skýrslunni er einkum fjallað um mikilvægi þess að líta til framtíðar og fjallað um þær áherslur sem heppilegast er að hafa að leiðarljósi í því endurreisnarstafi sem framundan er.

03.02.2009 | Skýrslur

Niðurstaða Viðhorfskönnunar Viðskiptaráðs

Í tilefni af Viðskiptaþingi sem halda átti 4. febrúar 2009 kannaði Viðskiptaráð hug aðildarfélaga til afleiðinga bankahrunsins á rekstrarstöðu fyrirtækja þeirra, stöðu stjórnsýslu, aðgerða til úrbóta og afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Þetta var gert í formi könnunar sem send var þátttakendum, öllum aðildarfélögum í Viðskiptaráði, með tölvupósti. 

01.12.2008 | Skýrslur

Uppfært upplýsingaskjal handa erlendum aðilum

Upplýsingaskjal handa erlendum aðilum, "The Icelandic Economic Situation: Status Report", hefur nú verið uppfært. Skjalið má nálgast hér.

17.09.2007 | Skýrslur

Finnur kynnti 90 tillögurnar

Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands. Finnur sagði meðal annars “90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur það að markmiði að styrkja samkeppnishæfi Íslands.

26.07.2006 | Skýrslur

Krónan og atvinnulífið

Viðskiptaráð Íslands gaf í dag út skýrsluna Krónan og atvinnulífið. Að neðan má finna útdrátt og helstu niðurstöður skýrslunnar. Prentuð eintök af skýrslunni má nálgast á skrifstofu Viðskiptaráðs gegn 2000 kr. gjaldi eða með því að senda tölvupóst á mottaka@vi.is. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að verðbólgumarkmið varð aðalmarkmið Seðlabanka Íslands og krónan sett á flot.