Landflóttinn mikli?

Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé
1. des 2015

Krónan og kjörin

Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í liðinni viku. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla ...
26. nóv 2015

Minni sporslur - meiri laun

Deilur um launakjör hafa verið meginstef fjölmiðlaumræðu síðastliðin tvö ár. Um leið og kjarabaráttu einnar starfstéttar lýkur tekur barátta þeirrar næstu við. Allir eru sammála um að óbreytt ástand sé ótækt og engum til heilla. Engu að síður gengur illa að stilla saman strengi og ekki sér enn fyrir ...
8. nóv 2015

Míkadó í Herjólfi

Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður.
4. nóv 2015

Keynes á líka við á uppgangstímum

Hagfræðingurinn John Maynard Keynes lagði helstu kenningar sínar fram fyrir tæpri öld síðan. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá eru áhrif Keynes mikil enn þann dag í dag.
27. ágú 2015

Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið?

Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm.
27. ágú 2015

Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ?

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs ...
8. júl 2015

Getur stefnumótun bætt samkeppnishæfni Íslands?

Viðskiptaháskólinn IMD í Sviss hefur gert árlega úttekt á samkeppnishæfni ríkja frá árinu 1989. Niðurstöðurnar fyrir árið 2015 voru birtar í síðustu viku. Ísland hækkar um eitt sæti á milli ára og situr nú í 24. sæti.
5. jún 2015

Munu verkföllin draga úr jöfnuði?

Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla eru kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa ...
13. maí 2015

Skattalækkanir væru gagnlegasta framlag stjórnvalda

Staðan á vinnumarkaði er alvarleg og lausn virðist ekki í sjónmáli. Nokkrar hugmyndir hafa verið lagðar fram um aðkomu stjórnvalda að lausn mála, t.a.m. aukin inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og frekari niðurgreiðslur námslána.
24. apr 2015

Tollar: umfangsmesti matarskatturinn

Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning ...
22. apr 2015

Óháðir stjórnarmenn í þágu hluthafa

Þann 16. apríl birtist í Viðskiptablaðinu grein eftir Mörtu Guðrúnu Blöndal lögfræðing Viðskiptaráðs og Þórönnu Jónsdóttur forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Í greininni fjölluðu þær um röksemdir að baki tilmælum um óháða stjórnarmenn í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
16. apr 2015

Rekstur hins opinbera á krossgötum

Hið opinbera gegnir veigamiklu hlutverki í vestrænum ríkjum. Umfang þess hefur vaxið mikið víðast hvar og Ísland er þar engin undantekning. Upp að vissu marki má rekja þetta til breytinga á samfélagsgerð sem almenn sátt ríkir um. Þannig skýra uppbygging mennta- og heilbrigðiskerfisins og félagslegar ...
11. feb 2015

Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu.
5. feb 2015