Skoðanir

Viðskiptaráð gefur reglulega út skoðanir sem fjalla um einstök málefni. Skoðanir má skilgreina sem styttri skýrslur sem fjalla um tiltekin viðfangsefni á hnitmiðaðari hátt.

07.04.2015 | Skoðanir

Hverjar eru okkar ær og kýr?

Íslenskur landbúnaður stendur á tímamótum. Breytingar munu verða á umgjörð greinarinnar á komandi árum. Auka þarf sveigjanleika, efla hvata til nýsköpunar og auka samkeppnisaðhald greinarinnar. Það verður best gert með breytingum á bæði tollvernd landbúnaðarvara og fyrirkomulagi styrkja til þeirra sem stunda rekstur í greininni.

06.10.2011 | Skoðanir

Kapp án forsjár - Rýnt í störf Alþingis

Alþingi Íslands er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og störf þess hafa haft og munu áfram hafa afgerandi áhrif á hraða endurreisnar hagkerfisins; hagvöxt, kaupmátt og bætt lífskjör. Ábyrgð þingsins er því mikil og ríður á að skipulega sé gengið til verka, málflutningur og ákvarðanir faglegar og með hagsmuni heildar að leiðarljósi.

23.06.2011 | Skoðanir

Breytt fiskveiðistjórnun - fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?

Fyrir skemmstu samþykkti Alþingi frumvarp sem fól í sér breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, en gert er ráð fyrir að annað frumvarp af sama meiði verði samþykkt nú í haust. Í báðum þessum frumvörpum er að finna grundvallarbreytingar á því kerfi sem hér hefur verið mótað í tæpa þrjá áratugi, en meðal breytinga má nefna skerðingu aflahlutdeildar, takmarkanir á framsali aflaheimilda og upptöku nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma.

26.05.2008 | Skoðanir

Orkufrumvarp iðnaðarráðherra - þjóðhagslega óhagkvæmt

Í efnahagsumróti líkt og því sem nú stendur yfir er hætt við að umræða um mikilvæg þingmál, líkt og orkufrumvarp iðnarráðherra, falli milli skips og bryggju í öldugangi almennrar efnahagsumfjöllunar. Þrátt fyrir að tiltölulega lítil umræða hafi farið fram um frumvarpið að undanförnu virðast stjórnvöld engu að síður stefna að lögleiðingu þess nú á síðustu dögum vorþings.

25.04.2007 | Skoðanir

Hver ættu kosningaloforðin að vera

Nú þegar líður að kosningum spretta loforð stjórnmálaflokka landsins upp eins og krókusar að vori. Mörg af þeim eru góð, önnur verri og ýmis slæm. Aðstæður eru um margt óvenjulegar í hagkerfinu um þessar mundir og því eðlilegt að taka tillit til þeirra þegar loforðin eru lögð fram.