Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Fyrirtækjaflótti framundan?

Nýlega bárust þær fréttir að samheitalyfjafyrirtækið Actavis leiti nú að hentugri staðsetningu fyrir höfuðstöðvar sínar. Erfitt er að skilja þessa yfirlýsingu með öðrum hætti en að líklegt megi teljast að höfuðstöðvar fyrirtækisins flytji af landi brott.
25. júní 2010

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs

Nú liggur fyrir
16. júní 2010

Ríkisfjármál - Samstaða um bætt vinnubrögð

Fram til þessa hefur stefna ríkisstjórnarinnar í aðlögun ríkisfjármála miðað að því að fara blandaða leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Sitt sýnist hverjum um eiginlega framkvæmd stefnunnar og þá einkum hvoru megin áherslan skuli frekar liggja. Viðskiptaráð hefur fyrir sitt leyti gagnrýnt að …
14. júní 2010

Óljóst hlutverk samráðsnefndar

Í apríl s.l. tilnefndi fjármálaráðherra starfshóp sem ætlað var að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. Samhliða starfshópnum var sett á laggirnar samráðsnefnd sem hugsuð var sem vettvangur upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta fyrir starfshópinn. Þar áttu …
11. júní 2010

Stuðningur við nýsköpun

Stuðningur við nýsköpunar- og frumkvöðlastarf er eitt af þeim málum sem Viðskiptaráð telur skipta verulegu máli við enduruppbyggingu atvinnulífs í landinu. Það á ekki einungis við um sprotafyrirtæki og frumkvöðla innan þeirra heldur einnig rannsóknar- og þróunarstarfsemi sem á sér stað innan …
10. júní 2010

Fækkun ráðuneyta: vilji 75% landsmanna

Talsverð umræða hefur verið um fækkun ráðuneyta að undanförnu. Líkt og iðulega virðist sem tvær fylkingar hafi myndast um málið, önnur með og hin á móti, en lítið hefur borið á heildstæðum rökum þessara fylkinga. Önnur þeirra virðist þó eiga talsverðan samhljóm með landsmönnum, en skv. nýlegum
4. júní 2010

Fækkun ráðuneyta: vilji 75% landsmanna

Talsverð umræða hefur verið um fækkun ráðuneyta að undanförnu. Líkt og iðulega virðist sem tvær fylkingar hafi myndast um málið, önnur með og hin á móti, en lítið hefur borið á heildstæðum rökum þessara fylkinga. Önnur þeirra virðist þó eiga talsverðan samhljóm með landsmönnum, en skv. nýlegum
4. júní 2010

Getum gert miklu betur!

Viðmið um góða stjórnarhætti hafa með reglubundnum hætti verið í almennri umfjöllun fyrrihluta þessa áratugar. Ljóst má vera að útgáfa Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar á leiðbeiningum á því sviði hefur átt drjúgan þátt í því. Því miður er það hins vegar svo, þegar …
2. júní 2010

Skattahækkanir á leiðarenda

Í umræðunni að undanförnu um nauðsynlega hagræðingu í opinberum fjármálum hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar látið ummæli falla í þá veru að til standi að auka skatta á atvinnulífið enn frekar og eru þar nefndar tölur upp á ríflega tug milljarð. Viðskiptaráð vill í því samhengi benda á að megin þungi …
28. maí 2010

Getum gert miklu betur! - Ráðstefna um stjórnarhætti fyrirtækja

Þriðjudaginn 25. maí næstkomandi standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX á Íslandi og rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu um stjórnarhætti hérlendis.
23. maí 2010

Samkeppnishæfni: Sterkir innviðir þrátt fyrir efnahagsáföll

Samkvæmt skýrslu IMD-viðskiptaháskólans í Sviss um samkeppnishæfni hagkerfa, er Ísland í þrítugasta sæti yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims. Singapúr, Hong Kong og Bandaríkin eru í þremur efstu sætunum, en afar lítill munur er á þjóðunum.
21. maí 2010

Sameining ráðuneyta: hagkvæm og táknræn tilhögun

Undanfarna daga hafa ríkisstjórnarflokkarnir rætt sín á milli um fyrirhugaða fækkun ráðuneyta, úr tólf í níu, í samræmi við umsamdar stjórnkerfisumbætur í
14. maí 2010

Bæta þarf upplýsingagjöf atvinnulífsins

Viðskiptaráð hefur undanfarin misseri hvatt aðildarfélaga sína og önnur fyrirtæki til að afhenda ársreikninga innan lögbundinna tímaramma, en umtalsverð vanhöld hafa verið þar á undanfarin ár eins og
7. maí 2010

Bæta þarf upplýsingagjöf atvinnulífsins

Viðskiptaráð hefur undanfarin misseri hvatt aðildarfélaga sína og önnur fyrirtæki til að afhenda ársreikninga innan lögbundinna tímaramma, en umtalsverð vanhöld hafa verið þar á undanfarin ár eins og
7. maí 2010

Uppfærð skýrsla á ensku um stöðu mála

Nýverið uppfærði Viðskiptaráð skýrslu sína á ensku um stöðu efnahagsmála á Íslandi, The Icelandic Economic Situation: Status report. Skýrslan, sem kom fyrst út í október 2008, er hugsuð til upplýsingamiðlunar og jafnframt til að kynna stöðu mála hér á landi fyrir erlendum samstarfs- og hagsmunaaðilum.
6. maí 2010

Jákvæð umræða um stöðu lífeyrismála

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um stöðu lífeyrismála á Íslandi vegna þeirrar skerðingar sem sjóðsfélagar almenna lífeyriskerfisins hafa þurft að taka á sig í kjölfar fjármálakreppunnar. Viðskiptaráð gaf í síðustu viku út skoðun þar sem farið er yfir stöðu lífeyrismála og varpað …
6. maí 2010

Fjölmiðlafrumvarpið: hunsar Alþingi Samkeppniseftirlitið?

Fyrir menntamálanefnd Alþingis liggur nú frumvarp til laga um fjölmiðla, en Viðskiptaráð hefur líkt og fleiri aðilar skilað inn umsögn um frumvarpið. Meginathugasemdir ráðsins lúta að aðgerðaleysi stjórnvalda við að jafna samkeppnisskilyrði einkarekinna fjölmiðla og RÚV. Þrátt fyrir að frumvarpið …
30. apríl 2010

Jafnrétti í lífeyrismálum?

Þessa dagana berast reglulega fregnir af skerðingu lífeyrisréttinda innan almenna lífeyrissjóðakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins gekk verulega á uppsafnaðar eignir sjóðanna og hefur reynst flestum þeirra þungt í skauti. Afleiðing slælegrar ávöxtunar í sjóðssöfnunarkerfi er skerðing réttinda …
29. apríl 2010

Ráðstefna um skýrslu rannsóknarnefndar nú um helgina

Háskólarnir á Akureyri, Bifröst og í Reykjavík halda sameiginlega ráðstefnu í Reykjavík og á Akureyri um helgina þar sem átján sérfræðingar skólanna leitast við að svara þeim spurningum sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vekur. Tilgangur ráðstefnunnar er að halda áfram umræðu og greiningu …
23. apríl 2010

Skýrsla rannsóknarnefndar nýtt til umbóta

Í síðustu viku skilaði rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna skýrslu þar sem niðurstöður hennar voru kunngerðar. Meginhlutverk nefndarinnar var að draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og leita orsaka. Samhliða voru birtar niðurstöður vinnuhóps sem …
23. apríl 2010
Sýni 1901-1920 af 2786 samtals