Viðskiptaráð Íslands

Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.

Veldu viðfangsefni

79% fylgjandi samræmdum prófum

Vegna ummæla forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) um að „fámennum hópi standi stuggur að þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“ á námsmati í grunnskólum vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi á framfæri.
1. apríl 2025

Auka þarf samkeppnishæfni landbúnaðar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Nái frumvarpið fram að ganga situr eftir sú áskorun að búa íslenskum landbúnaði samkeppnishæft umhverfi sem styður við framþróun greinarinnar en að mati ráðsins er sértæk undanþága frá almennum reglum …
25. mars 2025

Ólíklegt að frumvarpið stuðli að auknu framboði á leigumarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Með frumvarpinu eru lagðar til auknar takmarkanir fyrir ráðstöfun fasteignar til heimagistingar og reglur um hana hertar. Að mati ráðsins er hætt við að þvert gegn markmiðum …
24. mars 2025

Vilhjálmur Egilsson áritaði nýja bók

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og alþingismaður, heimsótti Hús atvinnulífsins í dag til að kynna bók sína sem kom út á dögunum og ber heitið Vegferð til farsældar.
21. mars 2025

Raforkuöryggi verður aðeins tryggt með aukinni framleiðslu og uppbyggingu

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til breytinga á raforkulögum sem er ætlað að auka raforkuöryggi og veita heimilum og almennum notendum forgang. Viðskiptaráð ítrekar nauðsyn þess að almenningur og fyrirtæki búi við eins mikið raforkuöryggi og kostur er á. Þeim markmiðum verði þó …
21. mars 2025

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til enn frekari afhúðunar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Viðskiptaráð er fylgjandi frumvarpinu og hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra í vegferð sinni við að samræma íslenskar reglur við EES reglur og falla frá of íþyngjandi reglusetningu umfram tilefni.
20. mars 2025

Rammáætlun taki mið af áskorunum í orkumálum.

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viðskiptaráð undirstrikaði í umsögninni þá afstöðu sína að orkuöflun verði að aukast í takt við vöxt íslensks samfélags ef lífskjör á Íslandi eiga ekki að gefa eftir …
20. mars 2025

Kílómetragjald og hækkun kolefnisgjalds framundan

Fjármála- og efnhagsráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um kílómetragjald sem lið í innleiðingu nýs kerfis sem á að tryggja sjálfbæra tekjuöflun af bifreiðum og felur m.a. í sér enn meiri hækkun kolefnisgjalds. Ráðið hvetur stjórnvöld til að greina betur áhrif hækkunar kolefnisgjalds á …
20. mars 2025

Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, svarar skrifum Ingu Sæland félagsmálaráðherra um fyrirhugaðar breytingar á bótakerfi almannatrygginga. Í grein ráðherrans segir m.a. að gjá hafi myndast milli launa og örorkubóta en þegar betur er að gáð reynist hið gagnstæða vera raunin, líkt og Gunnar …
19. mars 2025

Eflum samkeppni - aukum skilvirkni

Morgunfundur um hvernig efla megi samkeppni og auka skilvirkni á Íslandi. Fundurinn fer fram 27. mars næstkomandi, frá 08:30 til 12:00, á Hilton Reykjavík Nordica.
17. mars 2025

Endurupptaka stöðvarskyldu afturför á leigubílamarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn við breytingu á leigubílalögum. Breytingin felur í sér afturför á leigubílamarkaðnum með endurupptöku stöðvarskyldu og auknum eftirlitskröfum. Í stað þess að auka frjálsræði á markaðnum hyggjast stjórnvöld reisa enn frekari aðgangshindranir.
13. mars 2025

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um fyrirhugaðar breytingar á bótum almannatrygginga. Í greininni dregur hann fram þann mikla kostnað sem breytingarnar munu hafa í för með sér og hvernig sá kosnaður mun falla til þegar hagkerfið má sýst við því.
12. mars 2025

Dýrkeypt breyting á bótum almannatrygginga

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á bótum almannatrygginga. Ráðinu hugnast breytingarnar ekki, þar sem að þær munu leiða til aukins kostnaðar við kerfið, sem mun helst falla til þegar hagkerfið er í niðursveiflu. Þær munu einnig leiða til þess að kjör launþega munu rýrna …
12. mars 2025

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs

Ragnar Sigurður Kristjánsson, hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs, svarar gagnrýni Þórðar Snæs Júlíussonar á úttekt þess um íslenska fjölmiðlamarkaðinn. Þórður dregur úr mikilvægi tillagna ráðsins og gagnrýnir þær sem kreddukenndar. Í svari Ragnars er skýrt hvernig tillögur ráðsins miða að því …
10. mars 2025

Menntakerfi með ómarktækar einkunnir

„Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild,“ segir í nýrri grein eftir Björn Brynjúlf Björnsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á Vísi.is í morgun.
7. mars 2025

Opinbert styrkjakerfi ekki lausnin

Viðskiptaráð hefur tekið til skoðunar frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið varar við að slíkt kerfi viðhaldi ósjálfbæru rekstrarumhverfi og veikji sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla. Þess í stað leggur ráðið til að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði og …
7. mars 2025

Ójafn samkeppnisgrundvöllur á fjölmiðlamarkaði

Viðskiptaráð telur brýnt að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði, þar sem ríkisfjölmiðill nýtur umfangsmikilla opinberra framlaga á kostnað einkarekinna miðla. Ráðið styður tillögu um aukið valfrelsi neytenda við ráðstöfun útvarpsgjalds og telur hana skref í rétta átt til að efla …
7. mars 2025

Skakkir hvatar jöfnunarsjóðs vinna gegn sameiningum og sjálfbærum rekstri

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sjóðsins vinnur gegn hagræði, sameiningu og ráðdeild á sveitarstjórnarstiginu. Ráðið telur réttast að sjóðurinn sé lagður niður en nokkrar fyrirliggjandi breytingar eru þó til …
7. mars 2025

Upptaka frá Viðskiptaþingi nú aðgengileg

Viðskiptaþing 2025 fór fram þann 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Upptaka frá þinginu er nú aðgengileg, þar sem hægt er að sjá erindi allra fyrirlesara sem tóku þátt í ár, ásamt pallborðsumræðum.
6. mars 2025

Afsakið hlé: umhverfi fjölmiðla á Íslandi

Umsvif einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hafa minnkað undanfarin ár. Á sama tíma fer vægi hins opinbera á fjölmiðlamarkaði vaxandi og erlend samkeppni eykst. Vinda ætti ofan af þeim skekkjum sem eru á fjölmiðlamarkaði þannig að heilbrigð samkeppni fái þrifist og innlendir miðlar geti dafnað án …
5. mars 2025