Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.
Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kemur til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokkins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2021.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun sem hafði það að markmiði að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Ráðið telur að þó margar tillögur séu til bóta taki þær ekki á grundvandanum sem er rammaáætlunin sjálf.
Umræða um hækkun fjármagnstekjuskatts skýtur reglulega upp kollinum. En sjaldan er framkvæmd skattlagninginnar rædd þó hún geti haft alveg jafn mikil áhrif á hegðun og lífskjör. Það er lag að einfalda og samræma skattframkvæmd fjárfestinga fyrirtækja í verðbréfasjóðum.
Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, Róbert Wessman, Kristrún Frostadóttir og Andri Þór Guðmundsson eru á meðal fyrirlesara á Viðskiptaþingi 2025 sem fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Viðskiptaþing er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
Viðskiptaráð hefur mótað 60 tillögur sem samanlagt hagræða um 122 ma. kr. á ári í rekstri ríkissjóðs. Tillögurnar eru hryggjarstykkið í umsögn ráðsins um verkefni ríkisstjórnarinnar um hagsýni í rekstri ríkisins.
Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram fimmtudaginn 6. febrúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpsdrögunum en hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra og eyða núverandi réttaróvissu.
Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í framkvæmd. Flest lönd leitast við laða til sín öflugan mannauð og stilla fjármagnstekjuskatti í hóf þar sem háir skattar á fjármagnstekjur hafa fælandi áhrif á fjárfestingu, sem um leið er grundvöllur verðmætasköpunar …
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þreytti frumraun sína á Skattadeginum sem fram fór í dag. Fjallað var um skatta á breiðum grunni á fundinum sem fram fór fyrir fullum sal í Hörpu.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög verkefnastjórnar rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkukosta. Ráðið ítrekar enn og aftur þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, jafnan nefnd rammaáætlun, þjóni ekki markmiðum sínum og telur fyrirliggjandi drög enn eina birtingarmynd þess …
Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að gæta að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs við útfærslur tillagna um kolefnismarkaði á Íslandi. Þær megi ekki leiða til þess að komið verði á enn einu flóknu og kostnaðarsömu kerfi sem auki kostnað og dragi úr skilvirkni. Lykilatriði sé að einfalda og skýra …
Flestir Íslendingar hafa það náðugt yfir hátíðirnar með fjölskyldum sínum. En sumir hafa það náðugra en aðrir. Opinberir starfsmenn njóta sérréttinda umfram starfsfólk í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, búa við meira starfsöryggi, hafa ríkari veikindarétt og taka lengra orlof.
Fjölgun starfa í einkageiranum veldur því að stuðningsstuðull atvinnulífsins lækkar þriðja árið í röð. Stuðullinn stendur nú í 1,3, sem þýðir að fyrir hvern einstakling í einkageiranum standa nú 1,3 einstaklingar utan hans. Viðskiptaráð hefur birt stuðulinn frá árinu 2011 til að meta jafnvægi á …
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð samanburð á starfstengdum réttindum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins …
Viðskiptaráð óskar eftir metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á greiningarvinnu, skrif, stefnumótun og miðlun.
Opinberir starfsmenn njóta ýmissa starfstengdra réttinda umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Samanlagt jafngilda sérréttindin 19% kauphækkun miðað við einkageirann.
Yfir 5.000 gestir hafa myndað 10.000 ríkisstjórnir í stefnumálareikni Viðskiptaráðs. Algengustu ríkisstjórnarmeirihlutar sem hafa verið skoðaðir eru CFS, CDM og CDS. Af þeim þremur sýnir reiknirinn að ríkisstjórn CDM væri fylgjandi flestum efnahagslegum framfaramálum.
Viðskiptaráð hefur smíðað reiknivél sem sýnir hvaða stefnumál eru líkleg til að rata í stjórnarsáttmála eftir því hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Niðurstöðurnar byggja á afstöðu flokkanna til 60 mála sem ráðið spurði þá út í.