Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.
Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram á dögunum. Samkvæmt því verða útgjöld ríkissjóðs 1.489 milljarðar króna á næsta ári og aukast um 5,8% á milli ára. Útgjaldavöxturinn er þó misjafn eftir ráðuneytum og málaflokkum. Þá vega verkefni misjafnlega þungt í ríkisrekstrinum.
Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni …
Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. Úttektin leiðir í ljós að tvær af hverjum þremur aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif. Ráðið hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi nálgun og meta kostnað loftslagsaðgerða áður en lengra er haldið.
Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem felur í sér afhúðun. Nái frumvarpið fram að ganga mun það létta á reglubyrði hér á landi.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir jafn mikið og Íslendingar. Takmarkanir stjórnvalda hafa valdið því að stór og hratt vaxandi hluti þessara veðmála fer fram utan landsteinanna. Viðskiptaráð leggur til að veðmál verði leyfð hérlendis með upptöku starfsleyfa …
Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á flestöll fyrirtæki á Íslandi. Það er vegna nýrrar kröfu um að upplýsingaskylda nái til virðiskeðju þeirra fyrirtækja sem falla undir hana.
Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við framkvæmd heilbrigðiseftirlits. Tími er kominn til að taka ákvörðun og einfalda kerfið. Viðskiptaráð leggur til að heilbrigðisumdæmum verði fækkað úr níu í eitt.
Ný frumvarpsdrög mennta- og barnamálaráðuneytisins um námsmat fela í sér þríþættar framfarir. Samræmd próf verða nú skyldubundin í grunnfögum, niðurstöður námsmats verða birtar og innleiðingu verður flýtt. Alvarlegur annmarki er þó til staðar: Skólaeinkunnir á áfram að nota við inntöku í …
Viðskiptaráð leggur fram tíu tillögur sem lækka kostnað vegna eftirlits án þess að minnka ávinninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, svarar gagnrýni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar.
Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi útfærslur hafa verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana eru mikil samanborið við grannríki. Tækifæri eru til að ná markmiðum eftirlits með hagkvæmari hætti. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á …
Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.
"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, þegar íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Ódauðleg setning, ekki síst vegna þess að hún grípur á einlægan hátt vilja okkar til að skara fram úr …
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, …
Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% …
Viðskiptaráð Íslands fagnar áframhaldinu vinnu stjórnvalda við að auka skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála á Íslandi með endurhönnun ferla, endurskoðun regluverks, stafrænum lausnum og breyttu verklagi. Ráðið vísar til umsagnar á fyrri stigum og er fylgjandi þeim markmiðum að …
Meiriháttar munur var á færni barna eftir grunnskóla árið 2012. Þetta sýna niðurstöður PISA-kannana í Reykjavík sundurgreindar eftir skóla. Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um nýrri gögn fyrir landið allt. Beiðnin er send vegna óbreyttra áforma ráðuneytisins …
Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda.