
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um það hvaða flokkar standa raunverulega fyrir frjálslyndi og hvort frjálslyndi hafi yfirhöfuð átt sér málsvara á þingi undanfarin ár. Í því samhengi hefur sérstaklega verið rætt um skattbyrði og umsvif hins opinbera. Af þessu tilefni vill Viðskiptaráð …
15. mars 2018

Um síðustu áramót gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi. 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir
7. febrúar 2018

Nú hefur Hagfræðistofnun birt úttekt á áhrifum afnuminna tolla á verðlag á Íslandi og kemst að þeirri niðurstöðu að lækkun aðflutningsgjalda hafi skilað sér í vasa neytenda. Hagfræðistofnun bendir á að bein tekjulækkun ríkissjóðs vegna tollalækkananna hafi verið metin á um 6 ma. kr. á ári þegar …
6. október 2017

Á dögunum voru samþykkt lokafjárlög fyrir árið 2015. Í einni grein laganna, sem hefur farið nokkuð hljótt í umræðunni, var tekið á uppsafnaðri skuldasöfnun fjölda ríkisstofnana með því að afskrifa alls 5,9 ma. kr skuld hjá samtals 57 ríkisstofnunum.
31. mars 2017

Stuðningsstuðull atvinnulífsins var 1,17 árið 2016 sem er 6% lækkun á milli ára. Stuðullinn er skilgreindur sem hlutfallið á milli starfsfólks í einkageira og öðrum íbúum landsins. Hann segir því til um hversu margir einstaklingar eru studdir með skattheimtu eða millifærslum fyrir hvern vinnandi …
8. mars 2017

Um áramótin tóku gildi 27 skattabreytingar. Þar af voru skattahækkanir 18 talsins og skattalækkanir 9 talsins. Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 240 skattabreytingar. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
23. febrúar 2017

Afnám almennra vörugjalda um áramótin 2014-2015 var tímamótaskref fyrir bæði neytendur og fyrirtæki hérlendis. Verðlagseftirlit ASÍ hefur gengið hart fram í kjölfar skattalækkunarinnar og fullyrt að hún hafi ekki skilað sér til neytenda. Þar sem fullyrðingar eftirlitsins hafa ratað víðar í umræðunni …
14. september 2016

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út myndasögu sem varpar ljósi á nokkrar staðreyndir um nýja búvörusamninga. Samningarnir eru óhagfelldir fyrir stærstu haghafa í íslenskum landbúnaði: skattgreiðendur, bændur og neytendur.
19. maí 2016

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkanir og 160 skattahækkanir. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
29. febrúar 2016

Á föstudag birti Hagstofa Íslands tölur um tekjudreifingu árið 2014. Þar kemur fram að jöfnuður hefur ekki mælst meiri frá því mælingar hófust árið 2004. Þannig lækkaði Gini-stuðullinn, sem mælir samþjöppun tekna, úr 24,0 stigum niður í 22,7 stig á milli ára.
8. júní 2015

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 176 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 44 skattalækkanir og 132 skattahækkanir.
1. júní 2015

Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi í gær frá sér ályktun í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður. Ályktunin inniheldur fjölmargar rangfærslur og er til þess fallin að afvegaleiða umræðu um kjaramál.
22. apríl 2015

Þann 15. janúar var birt viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í nýjum þætti í Ríkisútvarpinu sem ber heitið Ferð til fjár. Í viðtalinu kom fram að Kári telji skattkerfið hérlendis ekki nógu réttlátt. Hann greiði 20% fjármagnsskatt af arði eigna sinna á sama tíma og …
16. janúar 2015

Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ …
20. desember 2014

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði.
6. október 2014

Stjórn VR sendi frá sér ályktun í fyrradag þar sem nýjum fjárlögum var harðlega mótmælt. Stjórnin fullyrðir að boðaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu leggist „með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta.“ Þá hefur forseti ASÍ sagt að breytingarnar komi einkum illa við …
12. september 2014

Miðgildi heildarlauna flugumferðastjóra var 1.843 þús. kr. á mánuði árið 2024 og er stéttin sú sjötta launahæsta í landinu. Þrátt fyrir það hafa kjaraviðræður þeirra við Samtök atvinnulífsins siglt í strand og eru verkföll yfirvofandi. Af því tilefni hefur Viðskiptaráð dregið saman upplýsingar um …

Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, en þeir svöruðu 6,22 spurningum af 13 rétt en meðalframbjóðandi svaraði aðeins 5,83 spurningum rétt.

Útlit er fyrir að tekjujöfnuður hafi staðið í stað á síðasta ári en dregið hafi úr launamun kynjanna
Sýni 41-59 af 59 samtals