
Fjallað var um stuðningsstuðul atvinnulífsins í nýjustu útgáfu Viðskiptablaðsins, en Viðskiptaráð hefur gefið hann út frá árinu 2011. Stuðullinn segir til um hversu margir einstaklingar eru studdir með opinberu fjármagni eða millifærslum fyrir hvern vinnandi einstakling í einkageiranum.
15. ágúst 2014

Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 14. júlí til 8. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9.00 til 14.00. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 11. ágúst.
13. júlí 2014

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ræddi um aukna fjárfestingu lífeyrissjóða í íslenskum fyrirtækjum, þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði og aðkomu þeirra að kjöri stjórnarmanna í fyrirtækjunum í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Töluverð umræða hefur verið um málið meðal félaga í …
4. júlí 2014

Þann 1. júlí 2014 tók gildi fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína. Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruskipta en samkvæmt honum munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum vörum. Viðskiptaráð hvetur viðskiptavini til að kynna sér hvaða vöruflokkar falla þar undir.
3. júlí 2014

Laugardaginn 14. júní voru 507 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 327 nemandi lauk grunnnámi, 179 meistaranámi og einn doktorsnámi, en á skólaárinu stunduðu um 3200 nemendur nám við HR.
25. júní 2014

Viðskiptaráð Íslands og VÍB héldu fund á dögunum um úttekt IMD háskólans á samkeppnishæfni Íslands 2014. Myndband frá fundinum er nú aðgengilegt á vefnum og má sjá það með því að smella hér.
26. maí 2014

Í morgun fór fram fundur í Hörpu þar sem úttekt IMD háskólans á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði var kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði m.a. Viðskiptaráði fyrir að taka af skarið með þarfa umfjöllun á ýmsum sviðum.
22. maí 2014

Á fimmta tug gesta og lærimeistara mættu á dögunum á sjöunda tengslakvöld Viðskiptaráðs og Klak-Innovit sem haldið var í höfuðstöðvum Símans í Ármúla. Tengslakvöldum var hleypt af stokkunum árið 2009 með það að markmiði að leiða saman reynslumikla stjórnendur, svokallaða mentora, og áhugasama …
21. maí 2014

Á nýafstöðnum aðalfundi Verzlunarskóla Íslands tók ný skipulagsskrá skólans gildi. Með henni er aðkoma atvinnulífsins að starfsemi Verzlunarskólans breikkuð auk þess sem tengsl við fyrrverandi nemendur eru efld í gegnum þátttöku þeirra í nýju fulltrúaráði skólans.
20. maí 2014

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Alvogen, Sprettur og VJI Ráðgjöf.
13. maí 2014

VÍB og Viðskiptaráð Íslands boða til fundar, fimmtudaginn 22. maí kl. 9-10.30, þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar og ræddar.
13. maí 2014

Tveir nýir viðurkenndir úttektaraðilar hafa bæst í hóp þeirra sem annast matsferli Fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum, en þeir eru Strategía ehf. og RoadMap ehf.
22. apríl 2014

Fundur um úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er sýndur í beinni útsendingu á Vísi.is og Rúv.is. Að úttektinni standa, ásamt Viðskiptaráði Íslands, Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins.
7. apríl 2014

Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Marta mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins.
1. apríl 2014

Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Marta mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins.
1. apríl 2014

Íslandsbanki hf. hefur lokið formlegu úttektarferli á stjórnarháttum fyrirtækja sem sett var á laggirnar á fyrri hluta árs 2011 með samstarfssamningi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.
13. mars 2014

Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) hefur lokið formlegu úttektarferli á stjórnarháttum fyrirtækja sem sett var á laggirnar á fyrri hluta árs 2011 með samstarfssamningi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.
13. mars 2014

Í gær fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Að ráðstefnunni stóðu Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands ásamt Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Kauphöll og Samtökum atvinnulífsins.
12. mars 2014

Á stjórnarfundi Viðskiptaráðs Íslands var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur ekki rétt að slíta aðildarviðræðum við ESB á þessum tímapunkti líkt og lagt er til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra.
5. mars 2014

Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands efnir til ráðstefnu þriðjudaginn 11. mars kl. 9.30-12.00 um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands og NASDAQ OMX Kauphöll.
4. mars 2014
Sýni 541-560 af 1602 samtals