Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Opið hús - húsgagnasala

Miðvikudaginn 17. desember kl. 15.00-18.00 stendur Viðskiptaráð fyrir opnu húsi þar sem húsgögn, skrifstofubúnaður og raftæki verða til sölu vegna fyrirhugaðra flutninga ráðsins nú um áramótin í Borgartún 35. Dæmi um húsbúnað sem verður til sölu: skrifborð, hillur, uppþvottavél, sófi, stólar, …
10. desember 2014

Námsstyrkir: Opið fyrir umsóknir

Viðskiptaráð hefur opnað fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Styrkirnir eru veittir til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.
2. desember 2014

Borgun nýtt fyrirmyndarfyrirtæki

Borgun hf hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. desember 2014

Vodafone nýtt fyrirmyndarfyrirtæki

Vodafone (Fjarskipti hf.) hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. desember 2014

Samantekt: á Ísland heima við mörk ruslflokks?

Á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“, var rætt hvers vegna íslenska ríkið og bankarnir eru enn í neðsta þrepi fjárfestingarflokks lánshæfismatsfyrirtækjanna.
6. nóvember 2014

Peningamálafundur 6. nóvember

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þann 6. nóvember kl. 8.15-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“
4. nóvember 2014

Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Cosmic Holding, Nox Medical og ORF Líftækni. Cosmic Holding flytur út ferskvatn frá Norðurlöndunum til hina ýmsu staða í heiminum þar sem þörf er á ferskvatni í miklu magni.
17. október 2014

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til síðdegisfundar um stöðu og stefnu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fóru fram bæði í erindum og pallborði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fundarstjóri, setti fundinn og bauð Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, …
10. október 2014

Framtíðarsýn í menntamálum - síðdegisfundur 9. október

Fimmtudaginn 9. október næstkomandi munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fjalla um stöðu og stefnu í menntamálum á síðdegisfundi á Grand Hótel Reykjavík.
3. október 2014

Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic Arbitration Centre og Viðskiptaráð Íslands héldu á dögunum morgunverðarfund þar sem franski prófessorinn Gilles, Cuniberti, hélt fyrirlestur um þau atriði sem efst eru á baugi í löggjöf um gerðardóma í Evrópu.
25. september 2014

Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera. Sala ríkiseigna og framvinda tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru meðal umræðuefna.
18. september 2014

Viðskiptaráð Íslands 97 ára

Í dag, 17. september 2014, eru 97 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands (áður Verslunarráð Íslands). Ráðið hefur starfað óslitið frá stofnun þess árið 1917 sem gerir það að einu elsta starfandi félagi landsins. Frá upphafi hefur ráðið verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs og …
17. september 2014

Breyttur opnunartími föstudaginn 12. september

Vakin er athygli á því að á föstudaginn 12. september lokar skrifstofa Viðskiptaráðs Íslands kl. 14.00 vegna starfsmannafundar. Skrifstofa ráðsins opnar á ný kl. 8.00 mánudaginn 15. september.
10. september 2014

Tímabærar breytingar á neyslusköttum

Viðskiptaráð fagnar áformum um endurskoðun neysluskatta í nýjum fjárlögum. Endurskoðun neysluskatta er löngu tímabær. Tollar og vörugjöld eru margfalt hærri hérlendis en í nágrannalöndunum og almennt þrep virðisaukaskatts er það næsthæsta í heimi.
9. september 2014

Morgunverðarfundur um aðhald í ríkisrekstri

Fimmtudaginn 18. september, kl. 8.30-10.00, standa Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Er
8. september 2014

Ábending um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands

Viðskiptaráð Íslands hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra og umboðsmanni Alþingis bréf með ábendingum um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Bréfið er sent í kjölfar fjölda athugasemda frá aðildarfélögum ráðsins varðandi starfshætti bankans við afgreiðslu undanþágubeiðna.
3. september 2014

Vinnulag við umsóknir um upprunavottorð

Þann 8. ágúst var tekið í notkun rafrænt umsóknarkerfi um upprunavottorð til þess að bæta þjónustu og auka rekjanleika vottorða samkvæmt reglum Alþjóða viðskiptaráðsins. Vakin er athygli á því að frá og með deginum í dag verður einungis tekið við umsóknum um upprunavottorð í gegnum rafrænt …
1. september 2014

Úrslit International Chamber Cup golfmótsins

Alþjóðlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær í blíðskaparviðri á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur eftir jafna og harða baráttu.
29. ágúst 2014

Úrskurður EFTA um verðtryggingu neytendalána

Í morgun birti EFTA-dómstóllinn niðurstöðu varðandi tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán og var hún að ekki er lagt almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána. Það er því íslenskra dómstóla að meta hvernig fara skuli með verðtrygginguna og að meta lögmæti samningsskilmála um …
28. ágúst 2014

Fimm nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: B. Sturluson, Festi, Herberia, PV Hugbúnaður og Snjohus Software.
15. ágúst 2014
Sýni 521-540 af 1602 samtals