Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna kynntar

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi í dag þar sem helstu niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna var kynnt. Þetta er í þriðja skiptið sem könnunin er framkvæmd, en hún var fyrst lögð fyrir íslenska stjórnarmenn árið 2011 og hefur það að markmiði að kortleggja …
27. febrúar 2014

Nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

Björn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Meginverkefni Björns verður að hafa umsjón með málefnastarfi ráðsins. Jafnframt mun hann taka þátt í stefnumótun, samskiptum við stjórn og félagsmenn sem og sinna annarri daglegri starfsemi. Björn hefur þegar hafið …
24. febrúar 2014

Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands leitar að lögfræðingi. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.
15. febrúar 2014

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur látið af störfum hjá ráðinu. Haraldur hefur ráðið sig til starfa á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og mun hefja þar störf á mánudaginn næstkomandi. Haraldur mun verða starfsfólki og stjórn ráðsins innan handar eftir þörfum næstu …
14. febrúar 2014

Myndir af Viðskiptaþingi

Myndir af Viðskiptaþingi hafa verið birtar á Flickr síðu Viðskiptaráðs, en þær má einnig sjá hér að neðan. Á morgun verður sent út Fréttabréf þar sem helstu fréttir af þinginu verða teknar saman. Áhugasömum er bent á að skrá sig á fréttaaukalista Viðskiptaráðs, en skráning er
13. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Aukin alþjóðaviðskipti undirstaða lífskjarabóta

Hreggviður Jónsson formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, spurninguna „„hversu opið á Ísland að vera fyrir alþjóðlegum viðskiptum“ vera eina þá mikilvægustu fyrir efnahagslega framvindu þjóðarinnar.
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Námsstyrkir Viðskiptaráðs afhentir

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru veittir fjórir námsstyrkir úr tveimur sjóðum Viðskiptaráðs. Löng hefð er fyrir veitingu styrkja á Viðskiptaþingi en styrkveitingin er hluti af stuðningi ráðsins við uppbyggingu menntunar, sem ráðið hefur sinnt …
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Áskorunum alþjóðasprota má snúa í tækifæri

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um umhverfi alþjóðasprota á Íslandi. Helga sagði alls ekki ógerlegt að byggja upp alþjóðasprota á Íslandi.
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Fullt hús gesta

Tæplega 450 manns sækja árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica, en yfirskrift þingsins þetta árið er Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Pallborðsumræður um menntamál

Í aðdraganda Viðskiptaþings fékk Viðskiptaráð Capacent til þess að framkvæma viðhorfskönnun um menntamál. Niðurstöður úr könnuninni voru helsta umræðuefnið í pallborðsumræðum á þinginu, en yfirskrift þeirra var hvort menntakerfið styðji uppbyggingu alþjóðageirans.
12. febrúar 2014

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014: Úrslit stjórnarkjörs

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2014-2016. Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Nauðsynlegur vöxtur í alþjóðageiranum nemur um 80 nýjum „CCP-um“

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, ræddi Sven Smit framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu um hvernig megi leysa úr læðingi drifkrafta hagvaxtar á Íslandi. Í erindinu fór Sven stuttlega yfir niðurstöður skýrslu McKinsey & Company um Ísland, sem kom út í október 2012.
12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014: Nauðsynlegur vöxtur í alþjóðageiranum nemur um 80 nýjum „CCP-um“

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, ræddi Sven Smit framkvæmdastjóri McKinsey & Company í Evrópu um hvernig megi leysa úr læðingi drifkrafta hagvaxtar á Íslandi. Í erindinu fór Sven stuttlega yfir niðurstöður skýrslu McKinsey & Company um Ísland, sem kom út í október 2012.
12. febrúar 2014

Creditinfo kynnir Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Creditinfo mun þann 13. febrúar 2014 tilkynna hvaða íslensk félög ná inn á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem Creditinfo kynnir niðurstöður í þessu vali fyrirtækisins sem nú þegar hefur öðlast sess sem ein helsta viðurkenning sem veitt er íslenskum fyrirtækjum …
11. febrúar 2014

Uppselt á Viðskiptaþing á morgun

Vegna mikillar aðsóknar á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, getum við því miður ekki tekið við frekari skráningum á þingið.
11. febrúar 2014

Uppselt á Viðskiptaþing á morgun

Vegna mikillar aðsóknar á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, getum við því miður ekki tekið við frekari skráningum á þingið.
11. febrúar 2014

Opnunartími miðvikudaginn 12. febrúar

Miðvikudaginn 12. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 8 til 11.
10. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014 er á miðvikudaginn

Á miðvikudaginn kemur, 12. febrúar, heldur Viðskiptaráð Íslands árlegt Viðskiptaþing undir yfirskriftinni „Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.“ Í ár verður fjallað um það hvort Ísland sé nægjanlega opið fyrir alþjóðlegum viðskiptum og hvernig efla megi alþjóðageirann á Íslandi.
10. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014 er á miðvikudaginn

Á miðvikudaginn kemur, 12. febrúar, heldur Viðskiptaráð Íslands árlegt Viðskiptaþing undir yfirskriftinni „Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.“ Í ár verður fjallað um það hvort Ísland sé nægjanlega opið fyrir alþjóðlegum viðskiptum og hvernig efla megi alþjóðageirann á Íslandi.
10. febrúar 2014

Skráning í fullum gangi á Viðskiptaþing 12. febrúar

Tæplega 300 manns eru þegar skráðir á Viðskiptaþing 2014 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudaginn í næstu viku (12. febrúar). Þingið er haldið undir yfirskriftinni Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi.
6. febrúar 2014
Sýni 561-580 af 1602 samtals