
Á árlegu Viðskiptaþingi, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 70 styrkumsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi í sögu sjóðsins.
12. febrúar 2015

Margt var um manninn á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Tæplega 450 manns mættu á þingið og var fullt út úr dyrum. Yfirskrift þingsins þetta árið er „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
12. febrúar 2015

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, fjallaði í erindi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um það hvað hið opinbera og einkageirinn eiga sameiginlegt, og hvað sé ólíkt á milli þeirra.
12. febrúar 2015

Í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Promens að færa höfuðstöðvar félagsins úr landi vaknaði umræða um skaðsemi gjaldeyrishafta upp á ný. Viðskiptaráð hefur í málefnastarfi sínu lagt áherslu þau vandkvæði sem tilvist haftanna skapa fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri.
5. febrúar 2015

Viðskiptaráð fagnar umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um endurskoðun á áfengislöggjöfinni. Þar kemur fram að rétt sé endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram um að hlutverk ríkisins sé ekki að reka verslanir, hvort heldur með …
5. febrúar 2015

Laugardaginn 31. janúar voru 184 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 132 nemandi lauk grunnnámi og 51 meistara- eða doktorsnámi. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði m.a. um vaxandi framlag skólans til …
2. febrúar 2015

Nýherji hf. hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. febrúar 2015

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, ræddi málefni sveitarfélaga í Viðskiptablaðinu þann 29. janúar. Þar kemur meðal annars fram að tekjur þeirra sem hlutfall af landsframleiðslu hafi aukist um 67% frá árinu 1990.
30. janúar 2015

Enn bætist í félagatal Viðskiptaráðs og hafa CATO lögmenn nú gerst aðilar að ráðinu. CATO lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og hafa mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra.
28. janúar 2015

Í viðtali í Morgunblaðinu ræddi Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, þær miklu áskoranir sem framundan eru í íslensku efnahagslífi. Frosti sagði efnahagsstöðugleikann brothættan og að aflétta þurfi gjaldeyrishöftum, ná stöðugleika á vinnumarkaði og taka á rekstri hins opinbera.
22. janúar 2015

Á nýju ári hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hefur CP Reykjavík gerst aðili að ráðinu. CP Reykjavík er þjónustufyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda aðila.
22. janúar 2015

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs , var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um skattkerfið á Íslandi. Í viðtalinu kom fram að tekjur hins opinbera skiptist í skatta á vinnu, neyslu og fjármagn.
20. janúar 2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
19. janúar 2015

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.
13. janúar 2015

Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Rúmlega 70 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 12 löndum víðsvegar um heiminn.
6. janúar 2015

Viðskiptaráð Íslands opnar skrifstofur sínar á nýju ári föstudaginn 2. janúar kl. 9.00 í Borgartúni 35, 5. hæð.
30. desember 2014

Minnum á að skrifstofa Viðskiptaráðs lokar kl. 12 á Þorláksmessu og opnar ekki aftur fyrr en 2. janúar kl. 9.00, þá í Borgartúni 35, 5. hæð. Hægt verður að nálgast upprunavottorð og ATA Carnet skírteini í móttöku Viðskiptaráðs Kringlunni 7, 7. hæð, þrátt fyrir lokun dagana 29. og 30. desember.
22. desember 2014

Landsbankinn hf. hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
19. desember 2014

Nú um áramótin verður starfsemi Viðskiptaráðs Íslands, auk allra millilandaráða sem starfa innan vébanda ráðsins, flutt yfir í Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35. Flutningur starfseminnar skapar faglegan ávinning fyrir ráðið í gegnum aukið návígi við önnur hagsmunasamtök atvinnulífsins.
11. desember 2014

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School. Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í …
11. desember 2014
Sýni 501-520 af 1602 samtals