Staðreyndir

Viðskiptaráð gefur reglulega út staðreyndir um tiltekin viðfangsefni. Þar er lögð áhersla á að koma á framfæri atriðum sem máli skipta að mati ráðsins á hnitmiðaðaðan hátt.

19.05.2016 | Staðreyndir

Nýir búvörusamningar: nokkrar staðreyndir

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út myndasögu sem varpar ljósi á nokkrar staðreyndir um nýja búvörusamninga. Samningarnir eru óhagfelldir fyrir stærstu haghafa í íslenskum landbúnaði: skattgreiðendur, bændur og neytendur.

29.02.2016 | Staðreyndir

Skattkerfisbreytingar 2007-2016

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkanir og 160 skattahækkanir. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.

08.06.2015 | Staðreyndir

Tekjudreifing og áhrif hins opinbera

Á föstudag birti Hagstofa Íslands tölur um tekjudreifingu árið 2014. Þar kemur fram að jöfnuður hefur ekki mælst meiri frá því mælingar hófust árið 2004. Þannig lækkaði Gini-stuðullinn, sem mælir samþjöppun tekna, úr 24,0 stigum niður í 22,7 stig á milli ára.

01.06.2015 | Staðreyndir

Skattkerfisbreytingar 2007-2015

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 176 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 44 skattalækkanir og 132 skattahækkanir.

22.04.2015 | Staðreyndir

​Staðreyndir vegna rangfærslna um kjaramál

Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi í gær frá sér ályktun í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður. Ályktunin inniheldur fjölmargar rangfærslur og er til þess fallin að afvegaleiða umræðu um kjaramál.

16.01.2015 | Staðreyndir

Staðreyndir um skattkerfið

Þann 15. janúar var birt viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í nýjum þætti í Ríkisútvarpinu sem ber heitið Ferð til fjár. Í viðtalinu kom fram að Kári telji skattkerfið hérlendis ekki nógu réttlátt. Hann greiði 20% fjármagnsskatt af arði eigna sinna á sama tíma og einstaklingur með 375 þúsund kr. í mánaðarlaun greiði 40% tekjuskatt af launum sínum.

20.12.2014 | Staðreyndir

Afruglaðar staðreyndir um RÚV

Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu.

06.10.2014 | Staðreyndir

Kapp án forsjár hjá BSRB

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði.

12.09.2014 | Staðreyndir

Rangfærslur VR og ASÍ um áhrif nýrra fjárlaga

Stjórn VR sendi frá sér ályktun í fyrradag þar sem nýjum fjárlögum var harðlega mótmælt. Stjórnin fullyrðir að boðaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu leggist „með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta.“ Þá hefur forseti ASÍ sagt að breytingarnar komi einkum illa við tekjulág heimili og barnafólk. Þessar fullyrðingar eru forvitnilegar því þegar áhrif fjárlagafrumvarpsins á heimilin eru skoðuð í heild kemur önnur mynd í ljós.