Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Samkeppnismál í ójafnvægi

Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið …
3. maí 2018

Sterkari saman

Þeir sem hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja þekkja mikilvægi þess að hagræða. Oftar en ekki er sú hagræðing fólgin í því að sameinast öðrum fyrirtækjum og ná þannig fram stærðarhagkvæmni með betri nýtingu tækja, húsnæðis og mannauðs.
27. apríl 2018

Óþarflega íþyngjandi

Stundum er erfitt að skilja aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda öðruvísi en að það sé einbeittur vilji þeirra að valda tregðu og óhagræði í rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
23. apríl 2018

Það er dýrt að hækka laun á Íslandi

Ef við viljum ýta undir nýsköpun hér á landi og laða að fremur en fæla frá fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að huga vandlega að því hvernig hægt er að tryggja að íslensk fyrirtæki geti greitt alþjóðlega samkeppnishæf laun án þess að það raski undirstöðum rekstrarins.
20. apríl 2018

Persónuvernd og almannahagsmunir

Nú fara að verða tvö ár síðan reglugerð Evrópusambandsins var samþykkt. Þá þegar hefði átt að hefja undirbúning að innleiðingu hennar á Íslandi. Það er ekki fyrr en nú á síðustu vikum sem drög að frumvarpi hafa litið dagsins ljós.
12. apríl 2018

Götóttur þjóðarsjóður

Stofnun þjóðarsjóðs gæti verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
12. apríl 2018

Eiga barneignir varanlegan þátt í launamun kynjanna?

Ný dönsk rannsókn, sem vakið hefur mikla athygli, sýnir að nánast allan áður óútskýrðan launamun kynjanna þar í landi megi rekja til þess að konur eignast börn. Rannsóknin sýnir að konur sem eignast börn lendi varanlega á eftir körlum í tekjuþróun og einnig á eftir þeim konum sem eignast ekki börn.
2. apríl 2018

Molnar úr grunnstoðinni

Stolt yfir skjótum viðsnúningi horfir þjóðin nú með samviskubiti á þann hornstein sem byrjað er að molna úr. Höfum við vanrækt þá grundvallarstoð sem mestu skiptir um framtíðarhorfur þjóðarinnar?
16. mars 2018

Gætum tungu okkar

Með hröðum tæknibreytingum og alþjóðavæðingu fylgja ný orð og hugtök. Þörfin á myndun íslenskra nýyrða eykst því stöðugt og hvetja þarf til notkunar þeirra í daglegu tali. Auðvitað verður ekki hjá því komist að fyrirtæki notist við ensku og önnur tungumál í alþjóðlegum rekstri. Þess vegna er góð …
15. mars 2018

Nýsköpunarlífeyrir

Hér eru tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar takast á við breytta aldurssamsetningu. Getum við leyst þær samtímis?
14. mars 2018

Er val að eiga eða leigja íbúð?

Hús­næð­is­stefnan hefur spurt rangrar spurn­ing­ar: Hvernig getur fólk eign­ast hús­næði? Rétt­ara er að spyrja: Hvernig getur fólk eign­ast heim­ili?
6. mars 2018

Hreinsum borðið

Þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar um lausn á nýjum eða breyttum viðfangsefnum þá er reynsla fyrri kynslóða hið dýrmætasta veganesti. En það dugir ekki til eitt og sér. Hraðar breytingar kalla á bæði gagnrýna hugsun og óbeislaðan sköpunarkraft.
1. mars 2018

Samhljómur

Eftir vel heppnað Viðskiptaþing í síðustu viku, þá kom orðið „samhljómur“ upp í huga mér, þegar ég mat hvaða hughrif dagurinn veitti mér. Samhljómur sem margir hafa kallað eftir og loksins fannst mér við vera að nálgast að slá sama tóninn. Ég hef ítrekað í ræðum mínum og ritum – rætt um að láta af …
22. febrúar 2018

Þjóðtungan falin í ársreikningum?

Þegar efla á samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma verður allt að vera undir. Inngrip ríkisins í atvinnurekstri fyrirtækja verða að vera vel rökstudd. Þetta á þó til að gleymast.
19. febrúar 2018

​„Ég lærði þetta af Youtube“

Í hvaða tónlistarskóla ert þú? spurði ég son vinkonu minnar þegar hann hafði spilað þetta fína lag fyrir okkur á gítarinn. Svarið kom mér á óvart. „Ég er ekkert í neinum skóla – ég lærði þetta af YouTube.“ Á mig kom hálfgert hik. Er virkilega hægt að læra að spila á gítar í gegnum YouTube?
19. febrúar 2018

Nýtum góðærið til nýsköpunar

Hugtakið „nýsköpun“ hefur smám saman vaxið úr því að vera innantómt skrautyrði stjórnmálamanna í raunverulegan áttavita sem allir þurfa að taka mið af.
9. febrúar 2018

​Eru stærðfræðikunnátta og lestur að verða úrelt færni?

Að ýja að því að mikilvægi PISA greina sé takmarkað því þau geti „jafnvel orðið úrelt á morgun“ er eins og að hætta að mæta í ræktina í dag vegna óskhyggju um að í framtíðinni komi fram tækni sem gerir okkur öll hraust og heilbrigð án nokkurrar hreyfingar.
25. janúar 2018

Hlutverk Viðskiptaráðs í breyttum heimi

Storkum okkar íhaldssömu gildum og látum ekki óþarfa pólitík – í hvaða formi sem hún birtist – halda aftur af nauðsynlegum breytingum.
22. janúar 2018

Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana?

Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju …
18. janúar 2018

Fjórir viðbótar milljarðar á mánuði

Það er alþekkt að við Íslendingar erum vinnusöm þjóð. Enda er leið okkar til að brúa framleiðnibilið sem er á milli okkar og nágrannaþjóðanna (þ.e. verðmætasköpun á hverja vinnustund) að verja lengri tíma í vinnunni.
19. desember 2017
Sýni 221-240 af 346 samtals