Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Alþjóðageirinn til bjargar

Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti.
5. desember 2018

Kjaragæsin og kaupmáttareggin

Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg!
23. nóvember 2018

Kjaraskútan

Líkt og í öðrum þjóðmálum er manni nánast hrint út í að skipa sér í fylkingu – með eða á móti – annars telst maður ekki gjaldgengur í umræðu dagsins. Hvað ef maður finnur sig ekki í þessum fylkingum? Hvað ef þessi alvarlegu mál horfa öðruvísi við manni?
15. nóvember 2018

Af dönsku leiðinni

Það hljóta allir að vera sammála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuldsetningar umfram það sem samræmist efnahagslegum stöðugleika og að samanburður skattprósenta milli landa segir okkur lítið einn og sér.
26. október 2018

Versti skatturinn

Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla heyrist sá dagur sem ekki er, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og …
17. október 2018

Sveitarfélög kleinan í kjaraviðræðum

Spjótum er beint að atvinnurekendum og hinu opinbera en minna hefur farið fyrir umræðu um hvaða þátt sveitarfélögin spili í komandi kjaraviðræðum.
15. október 2018

Nóbelinn til rannsóknar- og þróunarríkisins Íslands

Romer, annar nýkrýndu Nóbelsverðlaunahafanna, heldur því fram að fjárfesting í mannauði, nýsköpun og þekkingu séu lykilþættir til að auka hagvöxt. Undirstrikar hann að sjálfbær árangur til lengri tíma byggist fyrst og fremst á skýrri stefnumótun hins opinbera og nefnir þar að stuðningur og ívilnanir …
11. október 2018

Stjórnleysi á vinnustað

Samkvæmt viðmælanda mínum mætti klippa á það foreldrasamband sem virðist ríkja á mörgum vinnustöðum þar sem starfsfólk nánast eins og börn við foreldra þurfa að biðja yfirmenn um leyfi fyrir öllum sköpuðum hlutum.
27. september 2018

Vitum við eitthvað um ójöfnuð?

Það vill væntanlega enginn að allir þénuðu og ættu jafn mikið. Til hvers að taka áhættu og leggja sig almennt fram ef svo er í pottinn búið? Líklega yrði lítið eftir til skiptanna. Það vill heldur enginn að fáir fái notið alls þess sem líf í auðugu landi hefur upp á að bjóða. Sannleikurinn liggur …
22. september 2018

Sama verð þýðir ekki samráð

Viðskiptaráð hefur í yfir heila öld stutt virka samkeppni og jafnan samkeppnisgrundvöll fyrirtækja á Íslandi, enda er samkeppni mikilvægt afl framfara og bættra lífskjara allra. Aðhald neytenda er líka af hinu góða og eðlilegur hluti af virkri samkeppni. Það réttlætir þó ekki að hrópa samráð séu …
17. september 2018

Að hvetja frekar en að refsa

Alþekkt er hvernig EES-reglur eru í þriðjungi tilfella innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf er á og sektir oft hærri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Hvernig stendur á því að í íslenskri löggjöf sé frekar leitast eftir því að íþyngja og refsa, en að auka skilvirkni og skapa …
30. ágúst 2018

Dýra innanlandsflugið hefur aldrei verið ódýrara

Við viljum öll að um land allt sé blómleg byggð og að uppbygging, hvers eðlis sem hún er, sé ekki bundin við lítið horn á landinu. Það er þó ekki sjálfgefið að niðurgreiðsla flugfargjalda styðji við það markmið, sérstaklega þegar þau flugfargjöld hafa aldrei verið ódýrari.
30. ágúst 2018

Regla í heystakki

Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í …
28. ágúst 2018

Útflutningur í lausamöl

Við fullveldi Íslands árið 1918 var hlutfall útflutnings litlu lægra (38%) en aftur á móti hefur landsframleiðsla á mann nærri 18-faldast síðan þá, sem byggir á samsvarandi vexti útflutnings. Það þýðir að lífskjör í Tansaníu eða á Vanúatú eru í dag, á mælikvarða landsframleiðslu, áþekk því sem var á …
20. júlí 2018

Viðskiptum snúið á haus

Kannski sáu íslenskir ráðamenn fyrir hvernig viðskiptakænsku heimsveldanna yrði snúið á haus en Ísland varð fyrsta ríki innan Evrópu til að ljúka fríverslunarsamningi við Kína.
28. júní 2018

​Hraðatakmörkun íslenskra fyrirtækja

Athugasemdir viðskiptalífsins snúa að því að styrkja regluverkið þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um …
14. júní 2018

Samkeppnishæf lífskjör

Oft er látið sem svo að fyrirtækin og fólkið í landinu eigi í baráttu, að velgengni annars sé á kostnað hins. Fyrir mér er ekkert eins fjarri sanni því eins og rannsóknir og mælingar gefa svo sterklega til kynna haldast lífsgæði og rekstrarumhverfi fyrirtækja hönd í hönd. Stöndum vörð um hag okkar …
6. júní 2018

Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi

Vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör, að öðru óbreyttu, eru yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga.
30. maí 2018

Útsvarsspurningin

Litlar sem engar breytingar hafa orðið á útsvarsprósentu sveitarfélaga frá því gengið var síðast til kosninga, þrátt fyrir að tekjustofn þeirra hafi vaxið mikið í takt við uppgang þjóðarbúsins, launahækkanir og hækkun fasteignaverðs.
24. maí 2018

Aðför gegn upplýstu samfélagi

Opinberar hagtölur eru ekki heilagar, og engin ein rannsókn eða tölfræði segir alla söguna. Það er hins vegar galin hugmynd að hafna með öllu að nýta sér bestu mögulegu samanburðargögn, jafnvel þótt þau henti ekki málstaðnum.
10. maí 2018
Sýni 201-220 af 346 samtals