Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Minni sporslur - meiri laun

Deilur um launakjör hafa verið meginstef fjölmiðlaumræðu síðastliðin tvö ár. Um leið og kjarabaráttu einnar starfstéttar lýkur tekur barátta þeirrar næstu við. Allir eru sammála um að óbreytt ástand sé ótækt og engum til heilla. Engu að síður gengur illa að stilla saman strengi og ekki sér enn fyrir …
8. nóvember 2015

Míkadó í Herjólfi

Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður.
4. nóvember 2015

Keynes á líka við á uppgangstímum

Hagfræðingurinn John Maynard Keynes lagði helstu kenningar sínar fram fyrir tæpri öld síðan. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá eru áhrif Keynes mikil enn þann dag í dag.
27. ágúst 2015

Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið?

Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm.
27. ágúst 2015

Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ?

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs …
8. júlí 2015

Getur stefnumótun bætt samkeppnishæfni Íslands?

Viðskiptaháskólinn IMD í Sviss hefur gert árlega úttekt á samkeppnishæfni ríkja frá árinu 1989. Niðurstöðurnar fyrir árið 2015 voru birtar í síðustu viku. Ísland hækkar um eitt sæti á milli ára og situr nú í 24. sæti.
5. júní 2015

Munu verkföllin draga úr jöfnuði?

Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla eru kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa …
13. maí 2015

Skattalækkanir væru gagnlegasta framlag stjórnvalda

Staðan á vinnumarkaði er alvarleg og lausn virðist ekki í sjónmáli. Nokkrar hugmyndir hafa verið lagðar fram um aðkomu stjórnvalda að lausn mála, t.a.m. aukin inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og frekari niðurgreiðslur námslána.
24. apríl 2015

Tollar: umfangsmesti matarskatturinn

Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning …
22. apríl 2015

Óháðir stjórnarmenn í þágu hluthafa

Þann 16. apríl birtist í Viðskiptablaðinu grein eftir Mörtu Guðrúnu Blöndal lögfræðing Viðskiptaráðs og Þórönnu Jónsdóttur forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Í greininni fjölluðu þær um röksemdir að baki tilmælum um óháða stjórnarmenn í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
16. apríl 2015

Rekstur hins opinbera á krossgötum

Hið opinbera gegnir veigamiklu hlutverki í vestrænum ríkjum. Umfang þess hefur vaxið mikið víðast hvar og Ísland er þar engin undantekning. Upp að vissu marki má rekja þetta til breytinga á samfélagsgerð sem almenn sátt ríkir um. Þannig skýra uppbygging mennta- og heilbrigðiskerfisins og félagslegar …
11. febrúar 2015

Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu.
5. febrúar 2015

Náttúrupassinn snýst um fleira en peninga

Fyrstu viðbrögð við frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa hafa almennt verið gagnrýnin og tilfinningahlaðin. Það er skiljanlegt að frumvarpið veki sterk viðbrögð, enda er gott aðgengi að íslenskri náttúru grundvallarmál fyrir flesta sem hér búa. Að því sögðu munu náttúruperlur …
19. desember 2014

Snyrtivöruverslun ríkisins

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði.
12. nóvember 2014

Menntun er hornsteinn efnahagsframfara

Menntakerfið mótar einstaklinga á margvíslegan hátt; byggir upp hagnýta hæfileika, leggur grunn að samfélagslegum viðmiðum, eflir tilfinningaþroska og styður við félagslega tengslamyndun. Á sama tíma er menntun grunnstoð verðmætasköpunar í hagkerfinu og styrkir getu þess til að mæta alþjóðlegri …
31. október 2014

Gylfaginning

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, birti grein á þriðjudag um áhrif áformaðra neysluskattsbreytinga á ólíka þjóðfélagshópa. Gylfi stillti orðum sínum ekki í hóf heldur talaði meðal annars um „fráleitar forsendur“ fjármálaráðuneytisins, „fjarstæðukenndar fullyrðingar“ og „mjög skýrar“ …
23. október 2014

Hausnum stungið í gagnasandinn

Á undanförnum vikum hefur Viðskiptaráð Íslands deilt við BSRB um þróun í fjölda opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Þær deilur hófust í kjölfar fundar Viðskiptaráðs um ríkisfjármál þar sem fram kom að opinberum störfum hefði fjölgað hraðar en störfum á almennum vinnumarkaði á undanförnum …
15. október 2014

Brúun fjárlagahallans: hvaða leið var farin?

Fjárlagagatið sem myndaðist í efnahagskreppunni árið 2008 hefur nú verið brúað og nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir afgangi af rekstri ríkisins annað árið í röð. Af því tilefni gerði Viðskiptaráð úttekt á eðli og samsetningu þessa viðsnúnings. Með hvaða hætti sneru stjórnvöld rekstrinum við? …
2. október 2014

Svart box í Seðlabankanum?

Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands …
12. september 2014

250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu

Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir …
10. júlí 2014
Sýni 261-280 af 346 samtals