
Viðskiptaráð tekur undir að með styttri vinnutíma getur skapast ýmis konar ávinningur og styður að því leyti markmið frumvarpsins. Aftur á móti er frumvarpið byggt á hæpnum forsendum og gæti haft neikvæðar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf. Því leggst ráðið gegn því að það nái fram að ganga.
26. nóvember 2018

Viðskiptaþing 2019 er haldið 14. febrúar undir yfirskriftinni Skyggni nánast ekkert - Forysta í heimi óvissu.
26. nóvember 2018

Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg!
23. nóvember 2018

Ríkisstjórnin kynnti í haust Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Viðskiptaráð vill leggja sitt af mörkum til að markmið áætlunarinnar náist. Stuðningur ráðsins veltur hins vegar að töluverðu leyti á því að aðgerðir sem fela í sér álagningu gjalda komi ekki niður á íslensku viðskiptalífi og verði …
22. nóvember 2018

Viðskiptaráð telur takmörkun umferðar vera vanhugsaða leið að vænu takmarki í frumvarpi til nýrra umferðalaga.
22. nóvember 2018

Viðskiptaráð telur að fara megi aðra og betri leið í stafvæðingu (e. Digitalisation) íslenskrar stjórnsýslu, auk þess sem ganga þurfi lengra en gert er með frumvarpinu.
22. nóvember 2018

Sannkölluð hátíðarstund var í húsakynnum Arion Banka í morgun þar sem hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu voru veitt í fyrsta skipti, á degi íslenskrar tungu.
16. nóvember 2018

Líkt og í öðrum þjóðmálum er manni nánast hrint út í að skipa sér í fylkingu – með eða á móti – annars telst maður ekki gjaldgengur í umræðu dagsins. Hvað ef maður finnur sig ekki í þessum fylkingum? Hvað ef þessi alvarlegu mál horfa öðruvísi við manni?
15. nóvember 2018

Viðskiptaráð Íslands hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur um þær forsendur sem yfirstandandi kjaraviðræður eiga að byggja á. Því gefur ráðið nú út pakka með 10 atriðum, sem byggja meðal annars á tölum Hagstofu Íslands um rekstur og efnahag fyrirtækja, til að varpa …
14. nóvember 2018

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í gær og bar hann yfirskriftina „Hávaxtaland að eilífu?“ enda haldinn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans. Að vanda voru líflegar umræður og margt áhugavert kom fram.
9. nóvember 2018

<span class=TextRun
8. nóvember 2018

Í dag undirrituðu utanríkisráðuneytið og alþjóðlegu viðskiptaráðin sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands, samkomulag um að efla og formgera áralangt samstarf þessara aðila á sviði utanríkisviðskipta Íslands.
8. nóvember 2018

Í sameiginlegri umsögn Viðskiptaráðs Íslans, CCP, Eyrir Invest, Icelandair Group, Marel, Meniga, Nasdaq á Íslandi og Össurs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga er talið framfaraskref að félögum sé heimilað að semja ársreikning eða samstæðureikning á ensku en ekki er nógu langt …
31. október 2018

Miðasala er nú hafin á hinn árlega Peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands sem fer fram 8. nóvember nk. á Hilton Nordica frá 8:30-10:00.
29. október 2018

Margt bendir til þess að þörf sé á meiri framkvæmdum í samgöngumálum en áætlunin gerir ráð fyrir, á sama tíma og ríkisfjármál leyfa það ekki endilega. Því vill Viðskiptaráð leggja til að aðkoma einkaaðila fái meira vægi í samgönguáætlun og þannig verði hægt að byggja upp innviði landsins hraðar og …
29. október 2018

Lokað er á skrifstofu Viðskiptaráðs 5. nóvember og fyrri hluta dags 6. nóvember nk. vegna starfsferðar. Skrifstofan opnar aftur kl. 13.00 þann 6. nóvember.
29. október 2018

Viðskiptaráð er í grundvallaratriðum hlynnt þeim markmiðum sem tillagan stefnir að. Viðskiptaráð telur hins vegar rétt að ef af stofnun ráðgjafastofu innflytjenda verður þurfi að tryggja að hlutverk hennar nái þar með talið til þess að þjóna erlendum sérfræðingum, sem skipta máli fyrir áframhaldandi …
28. október 2018

Það hljóta allir að vera sammála því að skattar eiga ekki að hvetja til skuldsetningar umfram það sem samræmist efnahagslegum stöðugleika og að samanburður skattprósenta milli landa segir okkur lítið einn og sér.
26. október 2018

<span class=TextRun
26. október 2018

Í umsögn sinni um frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum telur Viðskiptaráð m.a. að það megi ganga lengra.
26. október 2018
Sýni 901-920 af 2786 samtals