Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

100 ára saga verslunar og viðskipta á Íslandi

Heimildarmyndin Hugvit leyst úr höftum er nú aðgengileg aftur á Sarpi RÚV. Heimildarmyndin fjallar um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár þar sem saga verslunar og viðskipta er þrædd frá 1917 til dagsins í dag.
3. september 2018

Að hvetja frekar en að refsa

Alþekkt er hvernig EES-reglur eru í þriðjungi tilfella innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf er á og sektir oft hærri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Hvernig stendur á því að í íslenskri löggjöf sé frekar leitast eftir því að íþyngja og refsa, en að auka skilvirkni og skapa …
30. ágúst 2018

Dýra innanlandsflugið hefur aldrei verið ódýrara

Við viljum öll að um land allt sé blómleg byggð og að uppbygging, hvers eðlis sem hún er, sé ekki bundin við lítið horn á landinu. Það er þó ekki sjálfgefið að niðurgreiðsla flugfargjalda styðji við það markmið, sérstaklega þegar þau flugfargjöld hafa aldrei verið ódýrari.
30. ágúst 2018

Regla í heystakki

Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í …
28. ágúst 2018

Tekjujöfnuður jókst árið 2017

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um þróun heildartekna og atvinnutekna virðist sem tekjujöfnuður hafi aukist nokkuð árið 2017. Ennfremur hefur kynbundinn tekjumunur minnkað og þá hefur kaupmáttaraukning síðustu ára runnið í meira mæli til eldri aldurshópa heldur en yngri aldurshópa.
24. ágúst 2018

Opinber samkeppnisrekstur í net- og upplýsingakerfum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Telur ráðið m.a. að hið opinbera eigi ekki að standa í samkeppni við einkaaðila á markaði.
24. ágúst 2018

Engin framtíðarsýn í frumvarpi til umferðarlaga

Viðskiptaráð telur mikilvægt að horft sé til framtíðar við setningu nýrra umferðarlaga, sérstaklega þeirra tæknibreytinga sem útlit er fyrir að verði á næstu árum og áratugum.
23. ágúst 2018

Uppreisnarseggir, athugið!

Miðasala er hafin á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands og Manino um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
17. ágúst 2018

Grænbók eykur skilvirkni hins opinbera

Viðskiptaráð Íslands telur svokallaða grænbók lofa góðu og að hún skapi sterkari grundvöll fyrir aukna skilvirkni hins opinbera með því að nýta nýjustu tækni á sem bestan hátt. Þó eru sjö atriði sem Viðskiptaráð vill benda á eða undirstrika að tekið sé tillit til við þessa vinnu.
17. ágúst 2018

Útflutningur í lausamöl

Við fullveldi Íslands árið 1918 var hlutfall útflutnings litlu lægra (38%) en aftur á móti hefur landsframleiðsla á mann nærri 18-faldast síðan þá, sem byggir á samsvarandi vexti útflutnings. Það þýðir að lífskjör í Tansaníu eða á Vanúatú eru í dag, á mælikvarða landsframleiðslu, áþekk því sem var á …
20. júlí 2018

Fjölbreytni eða fákeppni?

Viðskiptaráð telur löngu tímabært að taka lagaumgjörð um leigubílaakstur til gagngerrar endurskoðunar og fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að ráðast í þá vinnu. Til stendur að leggja fram frumvarp að nýjum lögum um leigubíla haustið 2019.
19. júlí 2018

Sumarlokun

Sumarlokun Húss atvinnulífsins er í tvær vikur frá og með 23. júlí. Hins vegar er opið hjá Viðskiptaráði Íslands frá 9:00 - 14:00 alla virka daga vegna afgreiðslu upprunavottorða og ATA skírteina. Húsið verður læst en hringja þarf í síma 510-7100.
18. júlí 2018

Regluverkið á Íslandi risavaxið

Í stuttum innslögum Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni Íslands heyrum við raddir viðskiptalífsins um afturför í skilvirkni hins opinbera og hvað gera þurfi til að bæta skilvirkni hins opinbera.
18. júlí 2018

Athugasemdir við kröfur Embættis landlæknis

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa tekið til umsagnar kröfur landlæknis um öryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu sem birt var í samráðsgáttinni hinn 4. júní sl. Samtökin taka undir mikilvægi þess að gætt sé að fyllsta öryggi við veitingu og …
3. júlí 2018

Viðskiptum snúið á haus

Kannski sáu íslenskir ráðamenn fyrir hvernig viðskiptakænsku heimsveldanna yrði snúið á haus en Ísland varð fyrsta ríki innan Evrópu til að ljúka fríverslunarsamningi við Kína.
28. júní 2018

Ísland hækkar á lista stafrænnar samkeppnishæfni

Ísland hækkar um tvö sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni og fer því úr 23. og upp í 21. sæti af 63. Frá 2014 hefur Ísland hækkað um sex sæti á listanum. Á tímum fordæmalausra tæknibreytinga og stafrænnar þróunar eru þetta gleðitíðindi. Einnig er jákvætt að Ísland sé að …
19. júní 2018

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði útskriftarnemendur við útskrift HR sem fram fór laugardaginn 16. júní s.l. Viðskiptaráð hefur verðlaunað nemendur með þessum hætti frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur, en verðlaunagripurinn í ár var 100 ára hátíðarrit ráðsins er fer m.a. yfir sögu verslunar …
18. júní 2018

​Hraðatakmörkun íslenskra fyrirtækja

Athugasemdir viðskiptalífsins snúa að því að styrkja regluverkið þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um …
14. júní 2018

Samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja krufin

Vel heppnaður fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fór fram í gær. Þar var samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja krufin til mergjar.
13. júní 2018

HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í gær. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
7. júní 2018
Sýni 941-960 af 2786 samtals