
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju …
18. janúar 2018

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.
16. janúar 2018

Kostir aðkomu einkaaðila að uppbyggingu innviða einskorðast ekki við fjármögnun verkefna heldur hafa dæmin sýnt fram á margvíslegan ábata af slíkum verkefnum. Skilgreina mætti slíka ábata á fjóra vegu: meiri áhættudreifing, aukin skilvirkni, aukið svigrúm ríkisins til að sinna grunnþjónustu og …
16. janúar 2018

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram í 15. sinn á Grand Hóteli Reykjavík 16. janúar nk., klukkan 8.30 - 10.00. Léttur morgunverður frá kl. 8.00.
11. janúar 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018 hefur nú verið kunngjörð. Í fyrra seldist upp og hvetjum við áhugasama um að tryggja sér miða sem fyrst.
11. janúar 2018

Rafræn miðasala er nú hafin á Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, og ber yfirskriftina Straumhvörf: Samkeppnishæfni í stafrænum heimi. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga.
6. janúar 2018

Viðskiptaráð skorar á nýtt Alþingi að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga til baka úrskurði kjararáðs.
22. desember 2017

Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð og 26. desember (annan í jólum). Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. desember milli kl. 10:00 - 16:00 og 28. - 29. desember milli kl. 8:30-16:00.
20. desember 2017

Það er alþekkt að við Íslendingar erum vinnusöm þjóð. Enda er leið okkar til að brúa framleiðnibilið sem er á milli okkar og nágrannaþjóðanna (þ.e. verðmætasköpun á hverja vinnustund) að verja lengri tíma í vinnunni.
19. desember 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga 2018. Viðskiptaráð telur fimm atriði mikilvægust í umræðunni um fjárlög ársins 2018.
19. desember 2017

Glæsilegt hátíðarrit er nú opið öllum landsmönnum á rafrænu formi en ritið var gefið út í tilefni af 100 ára afmæli ráðsins þann 17. september síðastliðinn.Í bókinni er 100 ára saga Viðskiptaráðs rituð af sagnfræðingunum Magnúsi Sveini Helgasyni og Stefáni Pálssyni.
19. desember 2017

Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos í gærmorgun, veittu Hjördís Halldórsdóttir hrl. og Áslaug Björgvinsdóttir hdl. sérfræðingum og stjórnendum upplýsingar um aðgerðir sem flest íslensk fyrirtæki þurfa að huga að í tilefni lagabreytinganna.
15. desember 2017

Breytinga er nú að vænta á hagfræðisviði Viðskiptaráðs þar sem að Konráð S. Guðjónsson tekur við af Kristrúnu Frostadóttur sem hagfræðingur ráðsins. Konráð S. Guðjónsson tekur til starfa á nýju ári, eða 15. janúar 2018.
15. desember 2017

Ófáir velta nú fyrir sér tillögum sem lagðar voru fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Er þar margt áhugavert að finna þó að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á tillögurnar fyrr en fjárlög og fjármála- áætlun næstu ára liggja fyrir. Stjórnarsáttmálinn ber þess merki að þar sé „eitthvað að …
12. desember 2017

Einni hugmynd sem varpað er fram í nýjum stjórnarsáttmála er stofnun svokallaðs „þjóðarsjóðs“. Ótímabært er að ræða um ráðstöfun fjármagns í „átaksverkefni“ úr óstofnuðum sjóði líkt og gert er í sáttmálanum.
6. desember 2017

Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos, 14. desember nk. munu Hjördís Halldórsdóttir hrl. og Áslaug Björgvinsdóttir hdl. veita sérfræðingum og stjórnendum upplýsingar um aðgerðir sem flest íslensk fyrirtæki þurfa að huga að í tilefni lagabreytinganna um persónuvernd.
1. desember 2017

Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði …
30. nóvember 2017

Taktu daginn frá! Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, mun fjalla um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga.
29. nóvember 2017

Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum …
24. nóvember 2017

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs hafa haft í nógu að snúast frá því keppninni lauk.
20. nóvember 2017
Sýni 1041-1060 af 2786 samtals