Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Í hvaða sveitarfélagi er best að búa?

Í kjölfar mikilla fasteignaverðshækkana undanfarið hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nánast allt land. Á sama tíma hafa álagningarprósentur fasteignagjalda að mestu leyti staðið í stað. Fasteignagjöld heimila og fyrirtækja hafa þess vegna hækkað mikið undanfarin þrjú ár. Sem dæmi má nefna að …
17. júlí 2017

100 ára afmæli Viðskiptaráðs í september

Sumarið er tíminn... til að undirbúa aldarafmæli. Á skrifstofum Viðskiptaráðs er allt undirlagt við hin ýmsu verkefni haustsins. Ber þar hæst að nefna aldarafmæli ráðsins þann 17. september 2017.
11. júlí 2017

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 17. júní, var árleg útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fimm nemendur.
19. júní 2017

Sköpum aðstæður fyrir öfluga þekkingarkjarna

Kristrún vakti athygli á þremur mikilvægum þáttum til að byggja upp öflugt samfélag. Í fyrsta lagi þarf að vera til staðar öflugur mannauður. Hægt er að fara tvær leiðir í þeim efnum, annað hvort að byggja upp mannauðinn eða laða hann til sín. Í öðru lagi þarf að skapa fyrirtækjum stöðugt …
12. júní 2017

Japansk - íslenska viðskiptaráðið formlega stofnað

Á þriðjudag, 6. júní 2017, fór fram stofnfundur Japansk-íslenska viðskiptaráðsins í embættisbústað sendiherra Japans í Reykjavík. Á stofnfundinum var Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Icelandair Group, kjörinn formaður ráðsins. Stofnfélagar eru um 30 fyrirtæki sem eiga í …
8. júní 2017

Auglýsum eftir forstöðumanni alþjóðasviðs

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að efla og stýra störfum millilandaráðanna í samstarfi við stjórnir þeirra. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af starfs- og fjárhagsáætlanagerð, gerð uppgjöra og kostnaðarutanumhaldi, almennum rekstri, stjórnarfundum, …
7. júní 2017

Ísland í 20. sæti í samkeppnishæfni

Niðurstaða úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða var kynnt á fundi í Hörpu í dag. Þema fundarins í ár var menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Ísland hækkar um þrjú sæti á listanum milli ára og situr nú í 20. sæti. Ísland stendur vel að vígi hvað samfélagslega innviði varðar en …
31. maí 2017

Frá menntun til framtíðarstarfa

Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar …
30. maí 2017

Samkeppnishæfni Íslands 2017

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki bjóða á morgunverðarfund í Hörpu þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2017 verða kynntar.
26. maí 2017

Ný-sköpun-Ný-tengsl í 10 ár

Viðskiptaráð hélt Ný-sköpun-Ný-tengsl viðburðinn í tíunda sinn þann 18. maí s.l. í samstarfi við Icelandic Startups. Ráðið leggur mikla áherslu á að efla íslenskt nýsköpunarumhverfi og heldur uppi virku samstarfi við þá aðila sem að því koma.
22. maí 2017

Jafnlaunavottun: tvenns konar réttmæt sjónarmið togast á

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp um jafnlaunavottun. Að mati ráðsins togast á tvenns konar réttmæt sjónarmið þegar kemur að frumvarpinu. Annars vegar ber að fagna aðgerðum sem miða að auknu jafnrétti kynjanna. Hins vegar ætti ávallt að reyna að lágmarka kostnað vegna regluverks.
16. maí 2017

Í milljörðum er enga haldbæra stefnu að finna

Fjármálaáætlun er verkfæri sem nýta má til góðra verka. Hún auðveldar setningu langtímamarkmiða og getur skapað jákvæða hvata hjá opinberum aðilum til að bæta þjónustu sína. Þessi góðu áhrif eru þó háð því að áætlunin leggi fram slík markmið og þeim sé fylgt eftir.
15. maí 2017

Æskilegt að kanna möguleikann á lausasölulyfjum í almennum verslunum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022. Hefur ráðið áður fjallað um sölu lausasölulyfja í verslunum og tekur sérstaklega undir það að kanna megi hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum.
5. maí 2017

Mælanleg markmið mikilvæg í ljósi útgjaldaaukningar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Ráðið er hlynnt því að mótuð sé fjármálaáætlun til fimm ára í senn. Áætlunin eykur aga og yfirsýn í opinberum fjármálum og styrkir langtímahugsun í opinberum rekstri. Fyrri hluti umsagnarinnar …
25. apríl 2017

Hagræði fólgið í rafrænni fyrirtækjaskrá

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps um rafræna fyrirtækjaskrá sem gera mun einstaklingum og lögaðilum kleift að skrá félög með rafrænum hætti. Augljós ávinningur er til staðar fyrir atvinnulífið og jafnframt skilar hún aukinni skilvirkni …
24. apríl 2017

Bílastæðagjald fýsilegt form gjaldtöku

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps um bílastæðagjöld. Verði frumvarpið að lögum er ríki og sveitarfélögum heimilt að taka gjald af þeim sem leggja bifreiðum sínum við ferðamannastaði. Viðskiptaráð telur bílastæðagjöld vera fýsilegt form gjaldtöku, þau leggjast beint á …
12. apríl 2017

Sex milljarða króna skuldir ríkisstofnana afskrifaðar

Á dögunum voru samþykkt lokafjárlög fyrir árið 2015. Í einni grein laganna, sem hefur farið nokkuð hljótt í umræðunni, var tekið á uppsafnaðri skuldasöfnun fjölda ríkisstofnana með því að afskrifa alls 5,9 ma. kr skuld hjá samtals 57 ríkisstofnunum.
31. mars 2017

Lög um orlof húsmæðra tímaskekkja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lög um orlof húsmæðra og er það fagnaðarefni að mati ráðsins. Bendir ráðið á að atvinnuþátttaka kvenna hafi aldrei verið meiri (80% á árinu 2016) og því tímaskekkja að …
24. mars 2017

Einföldun regluverks fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna …
22. mars 2017

Forvarnir ákjósanlegri en frelsisskerðing

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með tillögunni er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi með nánar tilgreindum …
20. mars 2017
Sýni 1081-1100 af 2786 samtals