Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Er Austurland vaxtarsvæði framtíðarinnar?

Staðsetning: Félagsheimili Reyðarfjarðar kl. 13:00 - 18:00. Hver er framtíðarsýn Austurlands? Eru vannýtt viðskiptatækifæri á Austurlandi? Hvernig getur svæðið laðað til sín fólk og fyrirtæki? Málþing á vegum Verslunarráðs Íslands á Reyðarfirði þriðjudaginn 24. maí 2005 kl. 13:00 - 16:00.
24. maí 2005

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins

Aðalfundur Samtaka atvinulífsins verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 3. maí 2005. Fundurinn hefst kl. 14:00 með venjulegum aðalfundarstörfum. Opin dagskrá hefst kl. 15:00 með ræðu nýkjörins formanns SA, en að því loknu ávarpar fundinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Að því loknu taka …
3. maí 2005

Tækifæri í Litháen

Útflutningsráð Íslands, Sendiráð Litháen og Verslunarráð Íslands standa fyrir kyningu á fjárfestingarumhverfi og tækifærum í Litháen. Á kynningarfundinum munu fulltrúar frá Lithuanian Development Agency, sendiráði Litháens í Danmörku og lögfræðifyrirtækinu Lideika, Petrauskas, Valiunas & Partners …
3. maí 2005

Athafnalandið Ísland

Fundur kl. 14:00-16:30 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi. Stofnun Sigurðar Nordal og Verslunarráð Íslands efna til fundar í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Ragnars í Smára. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi þriðjudaginn 19. apríl kl. 14:00-16:30.
19. apríl 2005

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til stúdentsprófs. Fjallað verður um ávinning af styttingu náms til stúdentsprófs, áhrif styttingar á skipulag skóla, hvernig grunnskólinn breytist, hvort háskólarnir séu hlynntir breytingu, hvort sérhæfing skóla og ný …
12. apríl 2005

Hádegisverðarfundur "Doing Business" - skráning

Verslunarráð í samvinnu við Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins stendur fyrir fundi með Alþjóðabankanum um verkefnið Doing Business. Doing
12. apríl 2005

Morgunverður með fyrrverandi forstjóra IBM í Þýskalandi

Í ljósi æ erfiðari stöðu þýskra efnahagsmála, síaukins atvinnuleysis og stöðnunar, efnir Þýsk-íslenska verslunarráðið í samvinnu við
8. apríl 2005

Íslensk útrás - London

Verslunarráð Íslands í samráði við Bresk-íslenska verslunarráðið stendur fyrir ferð til London 7. - 8. apríl 2005. Bakkavör, NOVATOR og Baugur heimsótt. Stutt seminar um útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands í sendiráði Íslands í Lundúnum. Gist á glæsilegu og nýuppgerðu hóteli, The Cumberland. …
7. apríl 2005

Er Íslandsvélin að ofhitna?

Verslunarráð Íslands mun standa fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 16. mars kl. 8:30-9:45 í Gullteig A á Grand hóteli Reykjavík. Yfirskrift fundarins: Er Íslandsvélin að ofhitna? Frummælendur verða: Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og ráðuneytisstjóri, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka …
16. mars 2005

Stofnfundur Samtaka sjálfstæðra skóla

Mikil þörf er á aukinni samvinnu sjálfstæðra skóla; leik- og grunnskóla sem reknir eru af einstaklingum, félögum og fyrirtækjum hér á landi. Til að tryggja samvinnuvettvang hefur verið ákveðið að stofna Samtök sjálfstæðra skóla, þar sem fulltrúar allra sjálfstæðra leik- og grunnskóla geta deilt …
10. mars 2005

Lög á viðskiptalífið?

Verslunarráð í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík mun standa fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 18. febrúar kl. 8:30-9:45 á Grand Hótel þar sem athyglinni verður beint að óskráðum fyrirtækjum. Umræðan um stjórnarhætti fyrirtækja hefur snúist að miklu leyti um skráð félög en minna hefur …
18. febrúar 2005

Viðskiptaþing 2005

Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands verður haldið á Nordica hóteli þann 8. febrúar 2005 frá kl. 13:00 - 17:00. Aðalræðumenn verða Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Björgólfur Thor Björgólfsson.
8. febrúar 2005

Einkavæðing fjarskiptafyrirtækis

Þýsk-íslenska verslunarráðið í samstarfi við Verslunarráð efnir til fundar með Klaus-Dieter Scheurle sem mun fjalla um einkavæðingu á þýska símafyrirtækinu Deutsche Telekom. Klaus-Dieter Scheurle leiddi einkavæðingu DT og sá um skipulagningu og undirbúning, sem þáverandi framkvæmdastjóri …
14. janúar 2005

Skattadagur Deloitte

Skattadagur Deloitte í samvinnu við Viðskiptablað Morgunblaðsins, Samtök atvinnulífsins og Verslunarráð Íslands, fer fram fimmtudaginn 13. janúar kl. 8:00-11:00 salnum Gullteigi á Grand Hóteli Reykjavík.
13. janúar 2005

Traust í viðskiptalífinu

Morgunverðarfundur um traust í viðskiptalífinu í samvinnu Glímunnar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs. Framsöguerindi: Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, Gylfi Magnússon, dósent, viðskipta- og hagfræðideild HÍ og Þröstur Olaf Sigurjónsson, aðjúnkt, viðskiptadeild HR.
11. janúar 2005

Aðalfundur Alþjóða verslunarráðsins á Íslandi

Aðalfundur Alþjóða verslunarráðsins verður haldinn föstudaginn 10. desember í Þingholti, Hótel Holti, kl 12:00-13:30. Jóhannes Jónsson, Baugur Group hf, verður sérstakur gestur fundarins og heldur erindi um útrás Baugs.
10. desember 2004

Innra eftirlit - andvökunætur stjórnenda

Verslunarráð Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi um innra eftirlit - andvökunætur stjórnenda. Framsöguerindi: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands hf., Ólafur Kristinsson, endurskoðandi hjá PwC og Heiðrún Jónsdóttir hdl., Lex lögmannsstofa.
7. desember 2004

Afstaða Seðlabanka Íslands

Peningamál, ársfjórðungsrit Seðlabanka Íslands kemur næst út 2. desember. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri kynnir skýrsluna og gerir grein fyrir afstöðu bankans til efnahagsmálanna á morgunverðarfundi Verslunarráðs föstudaginn 3. desember.
3. desember 2004

Sýning á framleiðslu hugvitsmanna

Miðvikudaginn 24.nóv kl. 12 hefst sýning Landssambands hugvitsmanna (LHM) á framleiðslu nokkurra félagsmanna sambandsins. Frú Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna. Þetta er liður í því að kynna almenningi LHM og sýna hinar fjölbreyttu framleiðsluvörur sem félagsmenn …
30. nóvember 2004
Sýni 281-300 af 409 samtals