
Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð 24-26. desember. Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. og 28. desember frá 10-14.
20. desember 2018

Opið er fyrir umsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir framhaldsnema erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2019.
13. desember 2018

Aðalfyrirlesar þingsins eru Paul Polman, forstjóri Unilever og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.
11. desember 2018

Miðasala hefst á mánudaginn á tix.is og heimsþekktir fyrirlesarar verða þá kynntir til leiks.
7. desember 2018

<span class=TextRun
7. desember 2018

Viðskiptaþing 2019 er haldið 14. febrúar undir yfirskriftinni Skyggni nánast ekkert - Forysta í heimi óvissu.
26. nóvember 2018

Sannkölluð hátíðarstund var í húsakynnum Arion Banka í morgun þar sem hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu voru veitt í fyrsta skipti, á degi íslenskrar tungu.
16. nóvember 2018

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í gær og bar hann yfirskriftina „Hávaxtaland að eilífu?“ enda haldinn í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans. Að vanda voru líflegar umræður og margt áhugavert kom fram.
9. nóvember 2018

<span class=TextRun
8. nóvember 2018

Í dag undirrituðu utanríkisráðuneytið og alþjóðlegu viðskiptaráðin sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands, samkomulag um að efla og formgera áralangt samstarf þessara aðila á sviði utanríkisviðskipta Íslands.
8. nóvember 2018

Miðasala er nú hafin á hinn árlega Peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands sem fer fram 8. nóvember nk. á Hilton Nordica frá 8:30-10:00.
29. október 2018

Lokað er á skrifstofu Viðskiptaráðs 5. nóvember og fyrri hluta dags 6. nóvember nk. vegna starfsferðar. Skrifstofan opnar aftur kl. 13.00 þann 6. nóvember.
29. október 2018

Viðskiptaráð Íslands, Árnastofnun og Festa kalla eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu.
16. október 2018

Verkefnið Skilvirkt lærdómssamfélag bar sigur úr býtum í Verkkeppni Viðskiptaráðs sem haldin var í annað sinn nú um helgina. Sigurvegarar Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni en liðið var skipað einstaklingum á aldrinum 16-46 ára með afar fjölbreyttan bakgrunn.
16. október 2018

Á ráðstefnu gærdagsins, Bylting í stjórnun! voru verðlaunin Bylting í stjórnun! veitt í fyrsta sinn en það fyrirtæki sem þótti mest hafa skarað fram úr var hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.
28. september 2018

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hélt erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu um fjármögnun sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnrétti kynjanna var eitt af meginþemum fundarins.
26. september 2018

Hugtök eins og ánægja starfsmanna, þróun fyrirtækjamenningar, afburðarárangur í rekstri og ánægðir viðskiptavinir eru dæmi um þætti sem nýsköpun í stjórnun einblínir á.
18. september 2018

Heimildarmyndin Hugvit leyst úr höftum er nú aðgengileg aftur á Sarpi RÚV. Heimildarmyndin fjallar um sögu Viðskiptaráðs Íslands í hundrað ár þar sem saga verslunar og viðskipta er þrædd frá 1917 til dagsins í dag.
3. september 2018

Miðasala er hafin á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands og Manino um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
17. ágúst 2018

Sumarlokun Húss atvinnulífsins er í tvær vikur frá og með 23. júlí. Hins vegar er opið hjá Viðskiptaráði Íslands frá 9:00 - 14:00 alla virka daga vegna afgreiðslu upprunavottorða og ATA skírteina. Húsið verður læst en hringja þarf í síma 510-7100.
18. júlí 2018
Sýni 261-280 af 1602 samtals