
Stjórnvöld hafa fallið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem …
30. apríl 2015

Ákvörðun um upptöku evru í gegnum evrópskt myntsamstarf felur í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Þetta er niðurstaða nýrrar sviðsmyndagreiningar KPMG.
31. mars 2015

Viðskiptaráð Íslands efndi í dag til morgunverðarfundar um íslenska landbúnaðarkerfið. Á fundinum var fjallað um æskilegt fyrirkomulag til að hámarka ávinning greinarinnar, annars vegar frá sjónarhóli neytenda og hins vegar framleiðenda.
25. mars 2015

Í umræðum á Alþingi í gær tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að framundan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Þá benti fjármálaráðherra jafnframt á að ríkissjóður hefði mjög litlar tekjur af tollum samanborið við þann kostnað sem fellur til vegna hins flókna …
24. mars 2015

Miðvikudaginn 25. mars stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um íslenska landbúnaðarkerfið. Fjallað verður um æskilegasta fyrirkomulag landbúnaðarkerfisins frá sjónarhóli neytenda annars vegar og framleiðenda hins vegar.
24. mars 2015

Vegna tæknilegra örðugleika barst póstur sem sendur var til starfsmanna Viðskiptaráðs frá kl. 14 föstudaginn 20. mars til kl. 10.00 mánudaginn 23. mars í sumum tilfellum ekki. Ef lesendur hafa orðið varir við að fá villuskilaboð eftir að hafa sent póst til starfsmanna ráðsins þá viljum við …
23. mars 2015

Frá og með næsta hausti verða allar brautir Verzlunarskóla Íslands þriggja ára námsbrautir til stúdentsprófs. Rík áhersla er lögð á að halda sömu gæðum náms, þrátt fyrir styttingu námstíma til stúdentsprófs. Undirbúningur breytingarinnar hefur verið á forræði skólanefndar, skólastjórnenda og yfir 50 …
19. mars 2015

Viðskiptablaðið hefur birt upptöku af fundi VÍB um íslenska skattkerfið. Á fundinum hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi um áhrif skattkerfisins á hegðun einstaklinga og lífskjör.
17. mars 2015

Í síðustu viku birti utanríkisráðherra tilkynningu þess efnis að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja Evrópusambandsins. Þessi ákvörðun byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar síðastliðinn þriðjudag, sem felur í sér að núverandi stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við ESB á …
16. mars 2015

Ráðstefnan „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ var haldin í gær í hátíðarsal Háskóla Íslands og voru gestir hátt í annað hundrað. Þetta er í annað skiptið sem Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnunni og að þessu sinni í samstarfi við Viðskiptaráð …
12. mars 2015

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.
5. mars 2015

THS Ráðgjöf er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. THS Ráðgjöf sérhæfir sig í markaðsáætlun, stefnu- og markaðsmótun, alþjóðaviðskiptum og viðskiptaáætlunum. Fyrirtækið er stofnað árið 2010 og hefur frá ársbyrjun 2014 sérhæft sig í ráðgjafaþjónustu.
3. mars 2015

Á Viðskiptaþingi 2015 var sýnt myndband sem fjallar um meginskilaboð nýs rits sem Viðskiptaráð gaf út samhliða Viðskiptaþingi. Í ritinu „Hið opinbera: tími til breytinga“ er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera.
27. febrúar 2015

Viðskiptaþing 2015 fór fram fimmtudaginn 12. febrúar fyrir fullu húsi gesta undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Fullt hús gesta var á þinginu og um 420 manns mættu til að hlusta á áhugaverð erindi ræðumanna.
27. febrúar 2015

Á Viðskiptaþingi sem fram fór 12. febrúar sl. var tekið á tveimur meginviðfangsefnum, umbótum hjá hinu opinbera annars vegar og innleiðingu breytinga hins vegar. Daniel Cable, prófessor við LBS og aðalræðumaður þingsins, flutti erindi um hvernig breyta má venjum fólks frá sálfræðilegu sjónarhorni.
25. febrúar 2015

Um 450 manns mættu á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica og var fullt út úr dyrum. Yfirskrift þingsins var <em><em>„Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
13. febrúar 2015

Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs og forstjóri VÍS, að hið opinbera stæði á krossgötum og nú væri tími til breytinga.
12. febrúar 2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um áskoranir sem hið opinbera stendur frammi fyrir. Sagði hann kröfur samfélagsins um aukna opinbera þjónustu koma til með að aukast á næstu áratugum.
12. febrúar 2015

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, um góða reynslu sína af sameiningu stofnana. Hann sagði aðdraganda sameininga skattstjóraembættanna hafa verið mjög stuttan.
12. febrúar 2015

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, sagði í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, að spurningin „hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ snerti alla í íslensku samfélagi.
12. febrúar 2015
Sýni 481-500 af 1602 samtals