
Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu vel heppnað Viðskiptaþing á miðvikudag í síðustu viku á Hilton Reykjavík Nordica. Í ræðu sinni á þinginu talaði Esko Aho, fyrrum forsætisráðherra Finnlands, m.a. um að viðamikil einföldun á finnska skattkerfinu í kjölfar kreppunnar hafi átt …
20. febrúar 2013

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, fjallaði Hreggviður Jónsson formaður ráðsins um nýstofnaðan Samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Að vettvanginum, sem Ragna Árnadóttir veitir formennsku, kemur fjölbreyttur hópur úr stjórnsýslu, atvinnulífi, stjórnmálum, launþegahreyfingum, …
13. febrúar 2013

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, fjallaði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, um Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs. Kom þar fram að handbókin er afrakstur þriggja vinnuhópa sem í sátu einstaklingar úr atvinnulífi og fræðasamfélagi. Hún inniheldur 13 tillögur að aukinni hagkvæmni, en áhersla …
13. febrúar 2013

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, afhenti Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, námsstyrki Viðskiptaráðs. Af því tilefni sagði Katrín menntun vera undirstöðu atvinnulífsins og að menntun væri ekki aðeins mikilvæg fyrir …
13. febrúar 2013

Hreggviður Jónsson formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, okkur Íslendinga standa í svipuðum sporum og árin fyrir Þjóðarsáttina. Umrótið í efnahagsmálum hefur staðið of lengi, framtíðarsýn um uppbyggingu er óljós og væntingar um bætt lífskjör einnig. Sú samstaða sem …
13. febrúar 2013

Hreggviður Jónsson formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, okkur Íslendinga standa í svipuðum sporum og árin fyrir Þjóðarsáttina. Umrótið í efnahagsmálum hefur staðið of lengi, framtíðarsýn um uppbyggingu er óljós og væntingar um bætt lífskjör einnig. Sú samstaða sem …
13. febrúar 2013

Nú á miðvikudag (13. febrúar) kl. 13.30-16.15 fer fram árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs á Hilton Reykjavík Nordica. Skráningu lýkur á morgun, þriðjudag, kl. 16. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla“ þar sem fjallað verður um mikilvægi samstarfs til að …
11. febrúar 2013

Viðskiptaþing 2013 verður haldið miðvikudaginn 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu mun Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, kynna Hugmyndahandbók með 13 tillögum að aukinni hagkvæmni til að efla framleiðni. Tillögurnar voru mótaðar á síðustu vikum af þremur vinnuhópum á vegum …
8. febrúar 2013

Skráning stendur yfir á Viðskiptaþing 2013 sem fram fer á miðvikudag í næstu viku (13. febrúar). Þingið er haldið á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla“. Í fyrra komust færri að en vildu og hvetjum við áhugasama því til að skrá sig tímanlega.
6. febrúar 2013

Tæplega 60 umsóknir bárust um námsstyrki Viðskiptaráðs, en umsóknarfrestur rann út á föstudag í síðustu viku. Síðustu rúm 95 ár, eða frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands, hefur ráðið stutt við og tekið þátt í uppbyggingu menntunar á Íslandi. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við …
1. febrúar 2013

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica verða kynntar í formi Hugmyndahandbókar fjölmargar tillögur sem ætlaðar eru til að ýta undir framleiðni í hagkerfinu. Til hliðsjónar eru meginskilaboðin í skýrslu McKinsey & Company frá því á …
23. janúar 2013

Viðskiptaráð Íslands hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis. Líkt og undanfarin ár verða veittir fjórir styrkir að fjárhæð krónur 400.000 og fer afhending þeirra fram á Viðskiptaþingi þann 13. febrúar næstkomandi. Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs 2013 rennur út klukkan …
21. janúar 2013

Íslandspóstur ohf. er fjórða fyrirtækið til að ljúka formlegu úttektarferli á stjórnarháttum fyrirtækja og jafnframt fyrsta opinbera hlutafélagið. Úttektarferlið var sett á laggirnar á fyrrihluta árs 2011 með samstarfssamningi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og …
21. janúar 2013

Fyrrum forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, verður aðalræðumaður á Viðskiptaþingi 2013 sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Esko hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum og er í dag fræðimaður (e. senior fellow) hjá Kennedy School of Government í Harvard og …
18. janúar 2013

Mikil umræða hefur verið um fjölbreytni í stjórnum síðustu misseri, en umtalsverður árangur hefur náðst síðustu árin í því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi. Þann árangur má m.a. rekja til samstarfssamnings Viðskiptaráðs Íslands, SA og FKA frá árinu 2009. „Samkvæmt úttekt Creditinfo …
17. janúar 2013

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, setti árlegan Skattadag Deloitte, Viðskiptaráðs og SA í morgun. „Við hefðum þurft að eiga uppbyggilegt samtal um breytingar á skattkerfinu“ var meðal þess sem hún kom inn á í erindi sínu og vísaði þar til breytinga síðustu ára.
10. janúar 2013

Icelandair Group hf. er þriðja fyrirtækið til að ljúka formlegu úttektarferli á stjórnarháttum fyrirtækja og jafnframt fyrst af þeim félögum sem skráð eru í kauphöll. Úttektarferlið var sett á laggirnar á fyrrihluta árs 2011 með samstarfssamningi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ …
7. janúar 2013

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs frá 24. desember til 2. janúar, að frátöldum föstudeginum 28. desember en þá verður opið frá kl. 8-14. Skrifstofa ráðsins opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar kl. 9. Eftir það tekur við hefðbundinn opnunartími frá kl. 8-16 alla virka daga.
17. desember 2012

Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Ráðið hefur jafnframt um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis og eru námsstyrkir Viðskiptaráðs 2013 nú auglýstir til umsóknar. Líkt og undanfarin ár verða veittir …
14. desember 2012

Í vikunni skilaði meirihluti fjárlaganefndar áliti sínu á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Heilt yfir er gert ráð fyrir auknum gjöldum uppá 7,7 ma. kr., að ótöldu nýsamþykktu framlagi til Íbúðalánasjóðs uppá 13 ma. kr. Þá er gert ráð fyrir aukningu tekna um 9,2 ma. kr. m.a. vegna aukinna arðgreiðslna. …
30. nóvember 2012
Sýni 641-660 af 1602 samtals