Greinar

Meðlimir stjórnar og starfsfólk Viðskiptaráðs skrifa reglulega greinar sem birtast í dagblöðum eða tímaritum. Þær greinar eru birtar hér á vefnum samhliða.

12.09.2014 | Greinar

Svart box í Seðlabankanum?

Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.

17.03.2014 | Greinar

Hvað kosta höftin?

Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki.

12.10.2013 | Greinar

Leggjumst saman á árarnar og bætum lífskjör

Mikil samstaða ríkir um það markmið að lífskjör almennings á Íslandi verði sambærileg við það sem best gerist í nálægum ríkjum. Undanfarin ár hefur Ísland þó færst neðar á alþjóðlegum listum yfir þá mælikvarða sem endurspegla lífskjör. Mikilvægt er að snúa þeirri þróun við.

21.05.2013 | Greinar

Skýr skilaboð um viðkvæmt efnahagsástand

Uppá síðkastið hefur Seðlabankinn verið virkur í útgáfumálum. Fyrst má nefna fyrra hefti Fjármálastöðugleika, því næst annað hefti af Peningamálum og svo stýrivaxtaákvörðun bankans. Eins og þekkt er orðið var stýrivöxtum haldið óbreyttum í 6%, í takt við spár.

30.11.2012 | Greinar

Af Íslandsálagi

Í gjaldmiðilsumræðunni er gjarnan farið um víðan völl, en oft fer forgörðum að meta kosti og galla ólíkra valmöguleika hvað varðar áhrif þeirra á lífskjör. Í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs, Gjaldmiðilsmál: Maastricht viðheldur valfrelsi, má finna tilraun til að bæta þar úr.

07.09.2012 | Greinar

Maastricht sem leiðarvísir

Það er lítt umdeilt að framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum muni ráða miklu um uppbyggingu íslenska hagkerfisins til næstu ára og áratuga. Atvinnurekendur hafa um nokkuð langt skeið verið efins um gildi krónunnar sem gjaldmiðils og hafa horft til annars fyrirkomulags gjaldmiðlamála sem betri kosts. Eining um hver sá kostur ætti að vera hefur hinsvegar ekki verið til staðar, eins og reyndar á víðar við.

22.06.2012 | Greinar

Höftin og lífeyrissjóðirnir

Þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin trufli daglegt líf landsmanna ekki mikið þá eru áhrif haftanna á framþróun atvinnulífs og viðgang hagkerfisins veruleg og almennt neikvæð. Í skýrslu sem Viðskiptaráð gaf út í desember í fyrra var fjallað um ýmsar skaðlegar birtingamyndir haftanna. Ein þeirra snýr að lífeyrissjóðum landsins, sem reglulega eru í kastljósi fjölmiðla m.a. vegna framkvæmda á vegum hins opinbera sem gjarnan er gert ráð fyrir að þeir fjármagni. Slíkar fjárfestingar geta hinsvegar verið varasamar fyrir lífeyrissjóðina, en höftin gera illt verra með því að takmarka verulega aðra fjárfestingakosti.

28.10.2011 | Greinar

Óvissa um peningastefnu rýrir lífskjör

Það er óljóst hvert framtíðarfyrirkomulag peningastefnunnar verður en þó má ljóst vera að það mun taka einhverjum breytingum. Grundvallar markmið hagstjórnar eru þó ávallt hin sömu, að dempa sveiflur efnahagslífsins svo að þær verði ekki óbærilegar á sama tíma og búið er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf sem skapar verðmæti og atvinnu og eflir hagvöxt. Langvarandi óvissa um hvert fyrirkomulag peningastefnunnar verður dregur hins vegar, líkt og önnur óvissa, úr vilja til fjárfestingar í hagkerfinu og er til þess fallin að hægja á bata lífskjara.

09.09.2011 | Greinar

Hömlulaus höft

Þessa dagana hefur Alþingi til umræðu frumvarp um lögfestingu gjaldeyrishafta. Í gildi eru gjaldeyrishöft sem sett voru á með reglum útgefnum af Seðlabanka Íslands, með heimild í lögum um gjaldeyrismál. Heimildin var bundin við lengd efnahagsáætlunar Íslands gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en hún var framlengd fram á haust í samræmi við framlengingu á samstarfi stjórnvalda við sjóðinn.

14.07.2011 | Greinar

Raunsær AGS?

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var nýlega stödd hér vegna sjöttu og síðustu endurskoðunar á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Í kjölfarið sendi nefndin frá sér yfirlýsingu um framgang áætlunar sinnar og stöðu efnahagsmála hérlendis. Þar kveður við jákvæðan tón um endurreisnarstarfið, að fjármálageirinn sé að komast á fætur og fjárhagsleg endurskipulagning heimila og fyrirtækja sé farin að ganga vel.