
Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Umsóknir um námsstyrki hafa aldrei verið fleiri en 198 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 17 löndum víðsvegar um heiminn.
10. janúar 2017

Wal van Lierop er aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017 þann 9. febrúar sem ber yfirskriftina „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“. Wal er framtaksfjárfestir sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Hann býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður.
4. janúar 2017

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands samþykkti nýverið nýja íslenska útgáfu gerðardómsreglna Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Gerðardómur Viðskiptaráðs var stofnaður árið 1930 og er því líklega elsta gerðardómsstofnun landsins. Með notkun gerðardómsins geta aðilar fengið leyst úr ágreiningi með skjótum og …
3. janúar 2017

Minnum á breyttan opnunartíma yfir jól og áramót. Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð á Þorláksmessu og 26. desember (annan í jólum). Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. desember kl. 10-16 og 28.-30. desember kl. 8.30-16. Skrifstofa ráðsins opnar aftur mánudaginn 2. janúar kl. 10.
21. desember 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög ársins 2017. Ráðið gerir athugasemdir við þá stefnu sem mörkuð er í fjárlögunum. Áætlaður afgangur af rekstri ríkissjóðs of lítill og niðurgreiðsla skulda of hæg. Þá eru útgjöld til umdeildari málaflokka of mikil að mati ráðsins. Ráðið hvetur Alþingi …
16. desember 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Viðskiptaráð fagnar því að …
16. desember 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2017. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 9. febrúar 2017.
15. desember 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017. Ráðið gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds, krónutöluskattar séu hækkaðir umfram almennar verðlagsbreytingar og nefnir jafnframt að það eigi …
15. desember 2016

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 16. desember vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
13. desember 2016

Skráning er hafin á Viðskiptaþing 2017 sem haldið verður þann 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“.
7. desember 2016

Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný …
30. nóvember 2016
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna breytinga á þinglýsingarlögum. Með drögunum er lagður grundvöllur að rafrænum þinglýsingum skjala en nái frumvarpsdrögin fram að ganga verður mögulegt að þinglýsa öllum skjölum rafrænt. Viðskiptaráð fagnar því að loks standi til …
29. nóvember 2016

Tveir nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru Hringbraut og Viðskiptahúsið. Hringbraut er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöð, útvarp FM89,1 og vefsíðuna hringbraut.is. Viðskiptahúsið hefur frá árinu 2001 verið sérhæft í miðlun fyrirtækja, skipa, …
25. nóvember 2016

Forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur brugðist við ítrekaðri gagnrýni Viðskiptaráðs á vinnubrögð sambandsins í umræðu um verðlagsþróun. Þær efnislegu röksemdir sem fram koma eru þó gallaðar í veigamiklum atriðum.
22. nóvember 2016

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun fyrir fullu húsi gesta. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti aðalerindi fundarins undir yfirskriftinni: „Peningastefnan: árangur og endurskoðun?“ Staða í efnahagsmálum ásamt framkvæmd og stefnu í peningamálum voru í brennidepli.
17. nóvember 2016

Viðskiptaráð hefur tekið saman mikilvægustu verkefni næsta kjörtímabils. Þótt góðar aðstæður séu í efnahagslífinu eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu. Aðgerðir nýrra stjórnvalda munu skipta miklu máli fyrir útkomuna. Það er von ráðsins að samantektin gagnist bæði við gerð stjórnarsáttmála sem og …
16. nóvember 2016

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt er að styrking krónunnar undanfarin misseri hafi skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs. Sú fullyrðing á hins vegar ekki rétt á sér. Þannig lítur ASÍ framhjá bættum kjörum launafólks í greiningu sinni sem …
15. nóvember 2016

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram í Hörpu á fimmtudaginn í næstu viku, daginn eftir vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun fara yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum. Í yfirskrift fundarins er spurt hvort sjálfstæð peningastefna sé of dýru verði …
11. nóvember 2016

Forsætisráðuneytið gerði úttekt á áhrifum lagabreytinga síðasta kjörtímabils á regluverk atvinnulífsins. Þar kemur fram að regluverk var ekki einfaldað á kjörtímabilinu, EES-reglur voru innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á og ráðuneytin framfylgdu ekki því hlutverki sínu að meta áhrif …
10. nóvember 2016

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.
8. nóvember 2016
Sýni 1121-1140 af 2786 samtals